Ísland var aldrei best í heimi
Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, rifjar upp í Moggagrein óbreytt orð Ólafs Ragnar Grímssonar, þáverandi forseta Íslands, sem hann viðhafði nokkru fyrir hrun.
Benedikt skrifar: Forseti Íslands taldi útrásina rökrétta niðurstöðu af Íslandssögunni og skýrði velgengni hennar í löngu máli hjá Sagnfræðingafélaginu í upphafi árs 2006. Hann hafnaði því að hún væri byggð á sandi: „Útrásin er þó staðfesting á einstæðum árangri Íslendinga, fyrirheit um kröftugra sóknarskeið en þjóðin hefur áður kynnst, ekki aðeins í viðskiptum og fjármálalífi heldur einnig í vísindum, listum, greinum þar sem hugsun og menning, arfleifð og nýsköpun eru forsendur framfara.“
Upprifjunin er skondin og lýsir vel hvernig blekkingum, viljandi eða óviljandi, var haldið að fólkinu í landinu.