Kristinn Hrafnsson:
Það er dagrenning á Gaza en engar fréttir hafa enn borist um mannfallið í nótt aðeins stakar ljósmyndir og einstök orð „hreinn hryllingur“, „slátrun“, „þjóðarmorð“.
Ísland sat hjá í gærkvöld í atkvæðagreiðslu um mannúðarvopnahlé á Gaza á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna…
Í kjölfarið slökkti Ísrael á öllum fjarskiptum og ákvað að fremja verstu voðverkin í myrkri og sambandsleysi.
Ísland sat hjá.
Eftir linnulausar sprengjuárásir þrjár vikur þar sem 7000 hefur verið slátrað, meira en 3000 börnum, var ákveðið að bæta í með mestu sprengjuaðgerð til þessa í nótt.
Ísland sat hjá.
Það er dagrenning á Gaza en engar fréttir hafa enn borist um mannfallið í nótt aðeins stakar ljósmyndir og einstök orð „hreinn hryllingur“, „slátrun“, „þjóðarmorð“.
Þetta er það sem Íslendingar fá með morgunkaffinu.
Tillagan í gærkvöld sem ekki var einu sinni bindandi gekk út á að Ísrael stöðvaði þessa linnulausu slátrun á almennum borgurum. Hún var samþykkt af yfirgnæfandi meirihluta þjóða.
Alþjóðasamfélagið talaði skýrri röddu, já: 120, nei: 14
Ísland sat hjá.