- Advertisement -

Ísland í 71. sæti

…þegar kemur að aðgengi almennings að upplýsingum frá stjórnvöldum…

Gunnar Smári skrifar:

Hér er vitnað til Social Progress Index sem leggur áherslu á persónufrelsi fremur en félagslegt. Kaflinn um húsaskjól mælir t.d. aðgengi að rafmagni og gæði þess, loftgæði innanhúss og aðgengi að orkugjöfum til eldunar en ekki aðgengi að ódýru og öruggu húsnæði. Mest er áherslan á rétt einstaklinga til pólitískrar þátttöku, menntun og virkni í samfélaginu, það er sem sé verið að kanna hvort fólk fái tækifæri án tillits gil efnahagslegrar kúgunar; horft fram hjá því að stéttaskipting ruglar útkomuna; þótt allir hafi saman lagalega rétt í upphafi veldur efnahagsleg mismunun því að fáir fá notið allra ávaxtanna, fjöldinn fárra og sumir engra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þarna er Ísland nr. 1 í réttindum hinsegin fólks en aðeins í því 21. varðandi pólitísk völd kvenna. Þarna er sagt að við séum nr. 1 í farsímaeign en nr. 71 þegar kemur að aðgengi almennings að upplýsingum frá stjórnvöldum með þessi tæki að vopni. Við erum númer 1 í læsi en nr. 39 í að sækja okkur framhaldsmenntunar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: