Ekkert verður eftir þegar allt að 100% eignaupptakan hefur farið fram hjá ríki og sveitarfélögum.
Alþingi / „Fordómar á Íslandi birtast því miður í ýmsum myndum. Ein myndin er fjárhagslegt ofbeldi sem stór hópur öryrkja verður fyrir. Að verða fyrir fjárhagslegu ofbeldi fyrir það eitt að fæðast með fötlun, veikjast eða bara slasast er ömurlegt og okkur til háborinnar skammar. Það er því miður staðreynd að við fötlun, veikindi eða slys er fjárhagsleg framfærsla viðkomandi svo naumt skömmtuð af ríkinu að viðkomandi verður að lifa, ekki einungis við fátækt, heldur sárafátækt, jafnvel allt sitt líf.“
Það var Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, sem sagði þetta á eldhússdegi Alþingis.. Hann spurði næst:
„Hvernig getum við látið þetta viðgangast ár eftir ár, og það með fjölda barna í þessari ömurlegu aðstæðum?
Þetta fjárhagslega ofbeldi birtist í fáránlega mörgum myndum með keðjuverkandi skerðingum, eins og t.d. ef viðkomandi öryrki fær greitt úr lífeyrissjóði eða bara smáarf. Þá fara skerðingarhjólin á fullt. Afleiðingarnar eru þær að ekkert verður eftir þegar 70–100% eignaupptakan hefur farið fram hjá ríki og sveitarfélögum.“