- Advertisement -

Ísland: Fólk deyr úr fátækt

Ég vísa þeirri skömm sem af þessu er yfir til núverandi ríkisstjórnar. Þeirra er ábyrgðin.

Guðmundur Ingi Kristinsson:
Hversu fast ríkisstjórnir eftir ríkisstjórnir eru tilbúnar að sparka fjárhagslega í veikt og slasað fólk er fáránlegt

„Áhrif fátæktar á ævilíkur sýna að þeir sem lifa við fátækt lifa mun skemur en þeir efnameiri og er munurinn fimm til sjö ár og bilið eykst. Veikt fólk fer ekki til læknis af því að það hefur ekki efni á því. Það leysir ekki öll lyf sín út vegna þess að það hefur ekki efni á því og allt of stór hópur þess á ekki fyrir húsnæði eða klæðum, hvað þá fyrir mat. Hversu margir eru í röðum þeirra fátæku sem leita sér læknishjálpar af því að viðkomandi hefur ekki efni á að fara í dýrar rannsóknir? Hversu margir hafa ekki efni á að borga fyrir lyf í upphafi nýs greiðslutímabils lyfjakostnaðar? Það er þjóðfélagi okkar til háborinnar skammar að fólk sé svo fátækt í boði ríkisins að það geti ekki leitað sér læknishjálpar vegna fjárskorts, hvað þá ef banamein þeirra fátæku verður vegna veikinda, sjúkdóma sem auðvelt er að koma í veg fyrir. Eru einhverjir hafa dáið úr sjúkdómum sem hefði verið auðvelt að lækna, og það vegna fátæktar? Ég segi fyrir mitt leyti að það er grafalvarlegt mál ef einhverjir geta ekki leitað sér læknishjálpar vegna fátæktar. Ég hef því miður orðið var við það vegna þess að veikir eldri borgarar og öryrkjar hafa nýlega sagt mér að þeir hafi ekki efni á læknisþjónustu, t.d. vegna rannsókna eða lyfja, vegna kostnaðar. Það fólk hefur ekki áhyggjur af fátækt vegna jólanna, ekki áhyggjur af efnalegum gæðum, nei, heldur því hvort það geti bjargað lífi sínu vegna þess að það hefur ekki efni á læknisþjónustu eða lyfjum á Íslandi í dag. Ég vísa þeirri skömm sem af þessu er yfir til núverandi ríkisstjórnar. Þeirra er ábyrgðin.“

Þetta sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, á Alþingi í dag. Ekki þarf að efast um réttmæti orða þingmannsins. „Að þurfa að horfa upp á fátækt fólk berjast á hverjum einasta degi gegn þeim ómannúðlegu hindrunum og skerðingum á tekjum fólks, sem verður fyrir því á hverjum degi, vikum, mánuðum og ár eftir ár, er okkur til háborinnar skammar. Hversu fast ríkisstjórnir eftir ríkisstjórnir eru tilbúnar að sparka fjárhagslega í veikt og slasað fólk er fáránlegt,“ sagði hann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: