Það er sama hver spurningin er, Sjálfstæðisflokkurinn er svarið.
Gunnar Smári skrifar:
Það er sama hver spurningin er, Sjálfstæðisflokkurinn er svarið. Við lifum í samfélagi sem rúllar áfram á þessari einföldu reglu. Það er sama hvaða staða er laus; einhver Sjálfstæðisflokkshesturinn er hæfastur allra til að gegna henni; annað hvort að mati dómnefndar eða að mati ráðherrans sem skipar í stöðuna eða pólitískt skipuðu nefndarinnar sem hefur úrslitavaldið. Þetta er einfaldur heimur.
Ósvífnasta, spilltasta og ríkasta valdaklíkan ræður öllu. Þið eruð viðfang hennar. Ef þið eruð góð fáið þið kannski að skottast eftir kaffi fyrir klíkuna og fáið klapp á kollinn að launum. Samkvæmt öllum mælingum, sem þó ná ekki utan um hina altæku íslensku spillingu, er Ísland spilltasta landið í okkar heimshluta. Og Valhöll er stolt af því. Sjáið hvað við erum dugleg.