- Advertisement -

Ísland er ræningjabæli

Gunnar Smári skrifar:

Við höfum tvo kosti:

1. Endurskipuleggja bankakerfið svo það þjóni fólki og fyrirtækjum eins ódýrt og öruggt og hægt er.

2. Láta spákaupmenn komast yfir bankanna svo þeir geti greitt sér tugi milljarða króna af eigin fé þeirra sem arð.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Gunnar Smári.

Ísland er ræningjabæli. Ræningjar sveima í kringum eignir og auðlindir almennings í von um að geta blóðmjólkað þær. Á Íslandi er ekki stundaður venjulegur business, eins og fjallað er um í barnabókum, heldur skipulagt rán, skipulögð glæpastarfsemi eins og Samherjaskjölin afhjúpuðu.

Það sem hrægammar íslenska auðvaldsins sveima yfir er:

  • Auðlindir sjávar, verðmæti um 75 milljarðar á ári, 1100 milljarðar sem varanleg eign.
  • Lífeyrissjóðir, yfir 4300 þúsund milljarðar í sjóðum og um 200 milljarðar af nýju fé árlega, sem notað er til að tryggja hrægömmum völd í fyrirtækjum og til að fjármagna framkvæmdir sem munu skila þeim arði
  • Orka, árlegt söluverð virkjaðrar orku er um 100 milljarðar í dag og áætla má að hægt sé að virkja tvöfalt meira. Með skortstefnu (virkjað til að uppfylla kröfur nýrra stórkaupenda), markaðsvæðingu orkugeirans samkvæmt orkustefnu ESB og opnun dreifikerfisins fyrir einkafyrirtækjum verða nýjar framkvæmdir fyrst einkavæddar og opinber orkufyrirtæki síðan seld.
  • Eigið fé bankanna, ríkisbankarnir tveir eru með 425 milljarð í eigið fé, með Arion er eigið fé bankanna 625 milljarðar. Fyrir utan ávinninginn af því að eiga og stjórna banka horfa spákaupmenn til þess að geta með niðurskurði kostnaðar og ekki síður með minni kröfum um eigið fé bankanna greitt sér 150-200 milljarða út úr bankakerfinu. Með því gætu þeir í raun keypt nógu stóran hlut í bönkunum til að stjórna þeim með lífeyrissjóðunum án þess að þurfa að borga neitt fyrir það, jafnvel fá meira út úr bönkunum en þeir greiddu fyrir hlutaféð.
  • Skattfé, með einkaframkvæmdum innviða og heimild til gjaldtöku fá spákaupmenn í raun skattheimtuna í eigin hendur. Og eigin vasa. Þeir leggja veg fyrir 10 milljarða, innheimta vegatolla til að standa undir fjárfestingunni og greiða sér 10% arð árlega, einn milljarð án erfiðis. Og þetta má endurtaka allt þar til einkafyrirtæki hafa tekið yfir alla innviði og allan rekstur hins opinbera; vegakerfið, flugvelli, hafnir, húsnæði undir opinbera þjónustu og síðan reksturinn sjálfan. Frá sjónarhóli skattsins er þjóðin sjálf auðlind
  • Fákeppnisrekstur, hið opinbera ver í raun fákeppni á flestum sviðum og heimilar sameiningar fyrirtækja til að tryggja hana. Í fákeppni er í raun engin samkeppni heldur samkomulag um að ná sem mestu fé af almenningi fyrir minnstan tilkostnað svo hægt sé að soga sem mest fé upp úr rekstrinum og færa eigendum. Varin fákeppni er því skipulagt arðrán með blessun stjórnvalda. Þetta er staðan í dagvöruverslun, tryggingum, olíuverslun, bankaviðskiptum, skipaflutningum og nánast hverjum einasta geira á Íslandi. Eins og með skattfé þá er almenningur auðlindin sem fákeppnisfyrirtækin nýta.

Það er stefna ríkisstjórnarinnar að tryggja fákeppnisrekstur, auka aðgengi einkaaðila að skattfé, selja þeim bankanna, auka hlutdeild einkafyrirtækja í orkugeiranum, tryggja spákaupmönnum áframhaldandi völd yfir lífeyrissjóðnum og auðlindum sjávar fyrir hrakvirði. Þetta er ríkisstjórn þjófræðisins, vill byggja upp samfélag þar sem þjófarnir, sem ræna almenning eignum sínum, ráða flestu. Ef ekki öllu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: