Fréttir

Ísland er í svikalogni

By Miðjan

July 21, 2014

Samfélag Þrátt fyrir að margt virðist vera með ágætum hvílir yfir okkur óvissa, það eftir að gera svo margt, hér eru fjármagnshöft, þrotabú bankanna, snjóhengjan og fleiri brýn verkefni bíða þess að vera leyst.

Hagvísar, svo sem hagvöxtur, verðbólga og gengið sýna að logn. Það er svipað og mæla vindinn innanhúss og komast að því að það blakti ekki hár á höfði þó úti sé vont veður og viðvaranir um áframhaldandi og vaxandi hvassviðri.

Svanborg Sigmarsdóttir stjórnmálafræðingur og Þórður Snær Júlíusso, ritstjóri Kjarnans, ræddu þetta í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær. Hægt er að hlusta á samtalið hér.