- Advertisement -

Ísland er dýrt og kaupmátturinn er lágur

Aðalmálið í þessu er að horfa ekki bara á hvar sé dýrt að lifa heldur líka að horfa á kaupmátt og getu fólks til að lifa í landinu.

Hallgrímur Óskarsson skrifar:

Á síðustu áratugum hefur Ísland fest sig í sessi sem eitt allra dýrasta land veraldar. Ísland, Sviss or Noregur skipta þessum vafasama heiðri á milli sín, eftir því hvernig er mælt. Aðalmálið í þessu er að horfa ekki bara á hvar sé dýrt að lifa heldur líka að horfa á kaupmátt og getu fólks til að lifa í landinu. Að lifa í dýra landinu Sviss er ekkert slæmt af því kaupmáttur er þar mun hærri en í flestum öðrum löndum. Slæmu tíðindin fyrir Ísland eru þau að á meðan landið er dýrt er kaupmáttur almennings mjög lágur. Þetta er blanda sem við viljum ekki vera í: Að hlutir séu dýrir + að fólk hafi takmarkaða getu til að versla inn á því verðlagi. Af löndunum á þessari mynd er Ísland með lægstu kaupgetu (Local purchasing power) allra landa á myndinni. Þetta er það sem Íslendingar hafa búið við allt of lengi. Leiðir til að komast út úr þessu ástandi eru e.t.v. helst þessar:
– – –
#1: Skipta út ISK fyrir stóran lágvaxta gjaldmiðil t.d. EUR. Það hefur sýnt sig að þótt húsnæðisvextir séu lágir nú hér á landi þá haldast margir vaxtaflokkar háir eins og fyrirtækjavextir (hafa mjög lítið lækkað síðustu ár), yfirdráttarvextir o.fl. Þetta breytist ekki nema með lágvaxtamynt. Meira hér: https://bit.ly/38BBrBc
– – –
#2: Fákeppni og sjálftaka er alltof algeng hér á landi, 2-4 keðjur sem halda uppi of háu verðlagi og samkeppni er á alltof fáum sviðum atvinnulífs. Meira hér: https://bit.ly/36wJdeo
– – –
#3: Seðlabanki þarf að hverfa frá vaxta- og verðbólgumarkmiðum því með þeim eru allir píndir (þar með almenningur) ef einhver ein deild í efnahagslífinu er að fara framúr sér. Seðlabanki þarf að taka upp stýringu á lánamyndun, að letja banka til að bjóða neyslulán en hvetja til að lána til uppbyggingar, til dæmis framleiðslu- og iðnfyrirtækja sem skapa raunverulegar þjóðartekjur. Meira hér: https://bit.ly/30Xj2fI
– – –
Mörg önnur atriði myndu ýta Íslandi úr þessari stöðu, að vera dýrt land og með tiltölulega lágan kaupmátt en ofangreind atriði eru næg upptalning í bili.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: