- Advertisement -

Ísland, ellefu ár í tossabekk

Við lentum á gráa listanum vegna áralangrar vanrækslu.

„Það er 11 árum eftir að við fengum þessa falleinkunn hjá FATF í þriðju úttektinni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson  í þingræðu.

Hann var  ræða þá staðreynd að Ísland er á gráa lista FATF. Alvaralega afleiðingar þess birtast af og til.

„Þetta mál er gott dæmi um hvað gerist þegar við tökum alþjóðlegar skuldbindingar okkar ekki nægilega alvarlega, vanrækjum að innleiða það sem við höfum skuldbundið okkur til að innleiða og, eins og í þessu tilviki, hunsum árum saman,“ sagði Þorsteinn.

…við höfðum í engu tekið tillit til þeirra grundvallarbreytinga sem orðið höfðu á kröfum FATF.

„Aðalatriðið í þessu er á endanum þetta: Við lentum á gráa listanum vegna áralangrar vanrækslu. Vinstri stjórn áranna 2009–2013 gerði svo að segja ekkert í því að ráða bót á þeim alvarlegu aðfinnslum sem við fengum í úttektinni 2006 og má auðvitað segja hið sama um ríkisstjórnina sem þar sat á undan, úttektin kemur í lok ríkisstjórnartíðar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og svo ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Svo kemur ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og enn er ekkert að gert. Það er ekki í raun og veru fyrr en á miðju kjörtímabili 2013–2016 í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem eitthvað er þó farið að gera,“ sagði hann.

„Það er 11 árum eftir að við fengum þessa falleinkunn hjá FATF í þriðju úttektinni. Í umræðunni um raunverulega eigendur, þegar við vorum þó að reyna að gera einhverja bragarbót á þessu á árunum 2015 og 2016, láðist okkur að gæta þess að grundvallarbreytingar höfðu orðið á kröfum FATF um skráningu raunverulegra eigendalögaðila á árinu 2012 — eða 2013, ef ég fer rétt með. Það er enn önnur skýring á því hversu illa við förum út úr þessari fjórðu úttekt að við höfðum í engu tekið tillit til þeirra grundvallarbreytinga sem orðið höfðu á kröfum FATF á þeim tíma af því að við vorum enn þá upptekin við að uppfylla kröfur um úrbætur í liðlega áratugargamalli úttekt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: