- Advertisement -

Ísland á sama tíma 2021: Fjögurra flokka ríkisstjórn Bjarna Ben

Næsta ríkisstjórn Íslands? Ræðið í kommentakerfinu hér að neðan.

Marklausir spádómur á sunnudegi:

Þingkosningar vera vonandi næsta vor, ekki haustið 2021, eins og Bjarni Benediktsson vill að verði. Telur sig eiga það inni enda kostaði, að hans eigin sögn, blóð, svita og tár að mynda núverandi ríkisstjórn.

Jæja, ekki verða færri en átta flokkar á þingi eftir kosningarnar. Ómögulegt verður að mynda þriggja flokka stjórn. Því verður til fjögurra flokka stjórn. Viðreisn gengur til við fallna ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og til verður ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Þrátt fyrir að flokkur hans hafi aldrei fengið verri kosningu en vorið 2021.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sem sagt, fjórir flokkar: Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Framsókn og Viðreisn.

Sjálfstæðisflokkur fær fjóra ráðherra og forseta Alþingis. Ráðherrarnir verða:

  • Bjarni Benediktsson forsætisráðherra
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður áfram dómsmálaráðherra
  • Jón Gunnarsson verður heilbrigðisráðherra
  • Birgir Ármannsson verður forseti Alþingis

Vinstri græn fá þrjá ráðherra, þrátt fyrir mikið fylgistap Ráðherrar VG verða:

  • Katrín Jakobsdóttir fjármálaráðherra
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra
  • Svandís Svavarsdóttir iðnaðarráðherra

Framsókn fær tvo ráðherra, þeir verða:

  • Sigurður Ingi Jóhannsson verður samgönguráðherra
  • Líneik Anna Sævarsdóttir verður umhverfisráðherra

Viðreisn fær tvo ráðherra:

  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður utanríkisráðherra
  • Hanna Katrín Friðriksson verður menntamálaráðherra

Viðreisn hefur reynslu af rústabjörgun. Í Reykjavík reistu tveir borgarfulltrúar við fallinn meirihluta og fengu að launum ofursterka stöðu, eru með bæði forseta borgarstjórnar sem og formann borgarráðs. Viðreisn kann leikinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: