Fréttir

Ísland á mest allra undir EES

By Miðjan

April 18, 2019

„Það væri því ábyrgðarleysi gagn­vart ís­lensk­um hags­mun­um að setja fram­kvæmd samn­ings­ins í upp­nám af litlu sem engu til­efni.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar þingsins, áréttar, í Mogganum í dag, þá skoðun sína að okkur beri að samþykkja þriðja orkupakkann. Hún óttast að annars um afdrif EES-samningsins.

„Af öll­um aðild­ar­ríkj­um EES á Ísland lang­sam­lega mest und­ir því að samn­ing­ur­inn haldi og að fram­kvæmd hans gangi vel. Það væri því ábyrgðarleysi gagn­vart ís­lensk­um hags­mun­um að setja fram­kvæmd samn­ings­ins í upp­nám af litlu sem engu til­efni. Það er hins veg­ar ástæða fyr­ir okk­ur til að sam­ein­ast um það mark­mið að vakta laga­setn­ing­ar og reglu­gerðir mun bet­ur. Á þetta hef ég lagt áherslu sem formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is. Hér eiga stjórn­völd, at­vinnu­líf og fleiri aðilar mik­illa hags­muna að gæta.“

Þarna segir formaður utanríkismálanefndar að: „Það væri því ábyrgðarleysi gagn­vart ís­lensk­um hags­mun­um að setja fram­kvæmd samn­ings­ins í upp­nám af litlu sem engu til­efni.“

Hennar eigin flokkir leikur á reiðiskjálfi vegna ólíkra sjónarmiða til orkupakkans. Margir flokksmenn undirbúa að yfirgefa flokkinn vegna málsins. Flestir þeirra munu eflaust halla sér að Miðflokki, Sigmundar Davíðs.

„Ekk­ert í þriðja orkupakk­an­um, eins og upp­taka hans og inn­leiðing ligg­ur nú fyr­ir Alþingi, gef­ur hins veg­ar til­efni til að nota þann ör­ygg­is­ventil í fyrsta sinn. Það er og verður stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins að standa vörð um full­veldi lands­ins og yf­ir­ráð Íslend­inga yfir þeim auðlind­um sem hér er að finna. Það á ekki síður við í þessu máli,“ skrifar Áslaug Arna.

Grein hennar er lengri og hún undirstrikar ágreininginn sem er einkum milli þingflokksins og eldri áhrifamanna innan flokksins.