- Advertisement -

Ískaldur kvikindisskapur ríkisvaldsins

Öryrkjum finnst það óviðunandi en hvað ætli kvölurunum á valdastólunum þyki?

Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri Miðjunnar, skrifar:

-sme

Öryrkjabandalagið vissi í hvað stefndi og reyndi að fá ríkisvaldið til að bregðast við. Nei. Kom ekki til greina. Að mati þeirra sem ráða eru öryrkjar verðminni en eldislaxar. Hvað þá varðar var brugðist við á punktinum. Á einu augnabliki. Öryrkja­banda­lagið sendi er­indi til fé­lags­málaráðherra í janú­ar og óskað eft­ir að sett yrði und­an­tekn­ing í reglu­gerð um skerðingu bóta. Fjórum mánuðum síðar drattaðist Ásmundur Einar til að svara. Nei, ég get það ekki sagði ráðherrann. Eða kannski vildi hann það bara ekki. Allt er hægt þegar réttu hagsmunirnir eru undir. Eins og dæmi sanna.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Ríkisstjórn Íslands er að komast í feitt. Fullt af peningum sem hægt er að hrifsa af bláfátækum öryrkjum.

Ríkisvaldið er ákveðið. Það ætlar að hirða dráttarvextina af öryrkjum. „Það er óviðun­andi að skaðabæt­ur sem sveit­ar­fé­lög greiða vegna van­greiddra húsa­leigu­bóta lendi í vasa rík­is­ins í stað þeirra ein­stak­linga sem þurfa að reiða sig á fram­færslu rík­is­ins og hafi áhrif á af­komu þeirra á næsta ári og jafn­vel í fleiri ár,“ seg­ir Þuríður Harpa formaður í Mogganum í dag.

Öryrkjum finnst það óviðunandi en hvað ætli kvölurunum á valdastólunum þyki?

Ríkisstjórn Íslands er að komast í feitt. Fullt af peningum sem hægt er að hrifsa af bláfátækum öryrkjum.

Þuríður Harpa.
Myndir: Spessi.

Í Mogganum bendir Þuríður Harpa á að nú sé Trygg­inga­stofn­un að end­ur­reikna og leiðrétta ör­orku­líf­eyri fólks sem bú­sett hef­ur verið er­lend­is, í sam­ræmi við álit umboðsmanns Alþing­is sem stjórn­völd hafa fall­ist á. „Rúm­lega 1.000 ein­stak­ling­ar urðu fyr­ir þess­um ólög­mætu skerðing­um. Trygg­inga­stofn­un hef­ur lokið við af­greiðslu fyrsta hóps­ins og held­ur síðan vinn­unni áfram. Þuríður seg­ir að þessi hóp­ur muni vænt­an­lega lenda í sömu skerðing­um og hús­næðis­bóta­hóp­ur­inn. Þess vegna ríði á að regl­un­um verði breytt þannig að und­anþága sé veitt þegar greidd­ir eru drátt­ar­vext­ir á leiðrétt­ing­ar aft­ur í tím­ann og tryggt að þeir skerði ekki líf­eyri.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: