Mogginn finnur að snöggum skoðanaskiptum formanns Framsóknar, Sigurðar Inga innviðaráðherra, og nánast hæðist að honum.
„Það er átakanlegt að hlusta á innviðaráðherra tala um aðhald í ríkisrekstri fyrir hádegi og 14 ný göng eftir hádegi, en þá verða fjöllin víst búin.“
Í leiðaranum er fjallað um gmlar eða nýjar aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
„Auðvitað eru allar aðgerðirnar pólitískar, en um margt virtust þær fremur gerðar til þess að halda pólitískan frið innan ríkisstjórnarinnar en að slökkva eldana fyrir utan.
Þetta sást best þegar kom að því að draga saman þenslu ríkisseglanna. Þar voru tíndir til heilir 36 milljarðar króna, sem bæta á afkomu ríkissjóðs á næsta ári með sparnaði í rekstri ríkisins. Ekki eru það nú nein ósköp. Svona þriðjungur af því sem Alþingi hækkaði fjárlögin í meðförum sínum í vetur og var frumvarpið þó hið digrasta í útgjöldum, sem sést hefur,“ segir í leiðaranum.
„Fjármálaráðherra bendir á að þegar hafi náðst undraverður árangur í afkomu ríkisins, langt umfram vonir, og erfitt að bæta afkomuna mikið meir. Það er laukrétt, frumjöfnuðurinn stefnir í að vera jákvæður og vel það, en á móti hefur vaxtabyrði ríkissjóðs þyngst verulega.
En þetta snýst ekki aðeins um afkomu ríkissjóðs, heldur hvað hann hefur umleikis, hvernig ríkið á sinn þátt og ekki lítinn í að viðhalda þenslu í þjóðfélaginu. Það er átakanlegt að hlusta á innviðaráðherra tala um aðhald í ríkisrekstri fyrir hádegi og 14 ný göng eftir hádegi, en þá verða fjöllin víst búin,“ segir einnig í leiðaranum.