Neytendur Bílaumboðið Hekla hefur innkallað Outlander II, Outlander III og ASX með samsetninguna 2,2 L DID vél og 6 þrepa sjálfskipting. Á Íslandi eru fimmtán bílar, af gerðinni Outlander III, sem falla undir þessa innköllun.
„Ástæða innköllunar er, að vegna ófullkominnar framleiðslu hjá öðrum af tveimur framleiðendum millikassana, getur pakkdós í millikassa losnað úr sæti og sjálfskiptivökvi lekið inn í millikassann. Ef það gerist fellur þrýstingur á sjálfskiptivökva og bifreiðin verður óökufær. Viðgerð felst í að framleiðslunúmer á millikassa verður skoðað og skipt um millikassa ef þarf.“
Viðkomandi bifreiðareigendum verður sent bréf vegna innköllunarinnar.