- Advertisement -

„Innihaldslaus samanburður“

Marinó G. Njálsson: „Gylfi Zoega verður að fara að átta sig á því, að hann getur ekki leikið tveimur skjöldum í svona umræðu.“

Marinó G. Njálsson.

Mainó G. Njálsson skrifar: Prófessor í hagfræði og meðlimur peningastefnunefndar, Gylfi Zoega, skrifar áhugaverða grein í Kjarnann. Hann leggur upp með að allt sé svo frábært á Íslandi og bannað sé að rugga bátnum. Er ég honum ósammála um flesta kjarnapunkta hans í greininni.

Hér er það sem ég er ósammála honum:
1. Hann segir um fátækt að hún sé „lítil samanborið við fátækt í öðrum löndum“. Í fyrsta lagi, þá er þessi útreikningur sem samanburður á fátækt byggir á hreinlega ekki samanburðarhæfur á milli landa. Ástæðan er margþætt, en hinn mikli meinti tekjujöfnuður skiptir þar miklu máli. Skilgreiningin á fátækt er nefnilega byggð á tölfræði, en ekki raunveruleikanum. Fátækir er skilgreindir þeir sem eru með tekjur undir ákveðnu hlutfalli af miðgildislaunum, án tillits til þess hver framfærslukostnaður viðkomandi er. Mun nær væri að skilgreina fátækt út frá hve stórt hlutfall launa fer í framfærslu og þegar þetta hlutfall er stöðugt í og yfir 100%, eins og er hjá mjög mörgum í lægri tekjuhópunum, þá er hægt að tala um fátækt. Nú er ég að tala um eðlilega eða jafnvel skerta neyslu, en ekki lúxus. Þetta þýðir hins vegar að tveir einstaklingar með sömu tekjurnar geta lent hvor sínu megin við fátæktarlínuna. Annar er með mikinn framfærslukostnað vegna þess að mörg börn eru á heimilinu. Hinn er með lítinn framfærslukostnað, þar sem viðkomandi býr einn og er í skuldlausu húsnæði. Í öðru lagi er gjörsamlega tilgangslaust að vera með samanburð á milli landa. Við sjáum t.d. að íslenskir lífeyrisþegar sem ekki ná endum saman á Íslandi, lifa góðu lífi á þessum tekjum sínum á Spáni. Í öðru landinu myndi viðkomandi teljast fátækur, en ekki í hinu.

  1. Næst fjallar hann um hlutfall launa í vergri landsframleiðslu og ber saman á milli tímabila. Hann bendir á að þetta hlutfall hafi verið „50% árið 1973, 48% árið 1981, 50% árið 1991, 53% árið 2001 og er nú 56%“. Þetta er algjörlega innihaldslaus samanburður nema honum fylgi greining á þætti þjóðfélagsbreytinga á sama tíma. Hvaða breytingar hafa orðið á fjölda starfsfólks í mismunandi atvinnugreinum á þessu tímabili? Það er vitað að framleiðslugreinar eru almennt með lægra hlutfall launa af heildarveltu en flestar aðrar greinar. Árið 1973 voru hlutfallslega mun fleiri starfandi í grunnframleiðslugreinum en er í dag. Stór hluti þjóðarinnar er í dag háskólamenntað fólk, sem er í störfum þar sem launakostnaður er hátt hlutfall veltu. Frá 1973 hefur stór hluti grunnframleiðslunnar horfið úr landi. Þetta er því samanburður án innihalds.
  2. Hann fer næst að vitna í Marxog fer í enn einn samanburðinn, sem er gjörsamlega innihaldslaus. Hvaða máli skiptir það fyrir launafólk í dag að forfeður þeirra hafi haft það skítt um aldamótin 1900. Það lifir enginn á því að hafa það betur en einhver á öðrum tíma, heldur á því sem viðkomandi hefur til framfærslu í dag. Já, lífskjör hafa batnað, en á sama tíma hafa kröfur aukist. Árið 1900 fór fólk og sótti vatn í brunn, þvoði þvott í þvottalaugunum, átti ekki bíl, vissi ekki hvað sími var, aðeins forréttinda pésar fóru í menntaskóla, hvað þá háskóla, að ferðast til útlanda var ekki einu sinni til í æstustu draumum fólks og svona má lengi telja. HVERNIG getur samanburður á milli nútímans og ársins 1900 haft nokkra þýðingu fyrir kjarabaráttu fólks í dag?
  3. Hann segir að, „[í] stað þess að íslenska þjóðin skipt­ist í fjár­magns­eig­endur og arð­rænt launa­fólk þá skipt­ist hún ann­ars vegar í þá sem geta farið inn í og út úr gjald­miðl­inum og hina sem eru fast­ir“, eins og það síðara útiloki hið fyrra. Arðrænda launafólkið er alveg jafn arðrænt, þó það sé líka fast í krónunni, vegna þess að það er ekki aflögufært til að vera að braska á gjaldeyrismarkaði. Vegna þess að það er arðrænt, þá skiptir það því engu máli í hvaða mynt það gæti geymt sparnaðinn sinn, því eini sparnaður þess er lífeyrissparnaður þess, sem það hefur enga stjórn á.
  4. Fram að þessu hafði prófessorinn verið að tala, en síðan tekur við peningastefnumaðurinn, þó að hann kynni sig ekki sem slíkan. Verð ég að viðurkenna, að ég held að prófessorinn hefði betur sleppt síðari hluta greinarinnar. Ég hef sagt það áður, að Gylfi Zoegaverður að fara að átta sig á því, að hann getur ekki leikið tveimur skjöldum í svona umræðu. Hann getur ekki reynt að vera hlutlaus prófessor, þegar kemur að þeim kjarasamningum sem fara í hönd. Ef hann vill vera í því hlutverki, þá verður hann að segja sig úr peningastefnunefnd.
  5. En fyrst hann býður upp í dans, þá er best að taka þátt. Hann fer fljótlega að tala um aukna verðbólgu vegna veikingar krónunnar. Halló, þessi gengisveikinger boði hans sjálfs, sem meðlims peningastefnunefndar. Það var sú nefnd sem ákvað að reyna að svindla á verðbólgunni með því að flytja inn verðhjöðnun. Ég er ekki með sérmenntun í hagfræði, þó ég hafi tekið margar hagfræði- og hagfræðitengda áfanga, en ég spáði nákvæmlega fyrir um hvað myndir gerast. Að styrking krónunnar stæði ekki undir sér og óumflýjanlegt væri að hún myndi veikjast. Þegar það gerðist ykist verðbólgan. Hafi peningastefnumaðurinn Gylfi Zoegaekki séð þetta, þá hefði hagfræðiprófessorinn Gylfi Zoega átt að gera það. Mér sýnist hins vegar sem hvorugur hafi gert það.
  6. Hingað til hafa fjárfestar og fjárglæframenn verið fullfærir um að rústa hlutabréfamarkaðinum og ekki þurft stuðning lífeyrissjóðanna. Ég sé síðan ekki samhengið á milli þess sem Ragnar Þór Ingólfssonhefur lagt til og að það verði hrun á hlutabréfamarkaði. Ragnar hefur eingöngu lagt til að menn horfi til kaupa á skuldabréfum (nema að ég sé að misskilja orð hans – talaði við hann í fyrradag). Kannski hækkar ávöxtunarkrafan á markaði, en það ætti ekki að leiða til hruns á hlutabréfamarkaði! Þó svo að einhverjar sveiflur yrðu í stuttan tíma, þá er ekki þar með sagt að sjóðsfélagaryrðu fyrir tjóni. Hvet peningastefnumanninn að kynna sér þróun Dow Jones visitölunnar frá 16. október 1987 og fram til dagsins í dag. Tek 16. vegna þess að það var föstudagurinn fyrir mánudaginn 19. sem jafnan er kallaður Black Monday (þó svo að nær væri að kalla hann Red Monday, því þá voru bara rauðar tölur í kauphöllinni). Lífeyrissjóðir eru auk þess langtímafjárfestar og þeir kippa sér ekkert upp við sveiflur á virði eignasafna sinna, svo fremi sem þróunin á virði eignanna sé upp á við yfir lengri tíma. Alveg er furðulegt, að verið sé að kasta fram svona bulli um tjón sjóðfélaga, þegar menn hafa fyrir framan sig þá staðreynd að tímabundið högg á markaðsvirði aðila í kauphöll leiðréttir sig ALLTAF á frekar stuttum tíma (max. 2-3 árum). Vísa ég þar aftur til þróunar Dow Jones frá 16. október 1987.
  7. Ég er algjörlega ósammála Gylfa að stéttabarátta sé ekki skynsöm. Hún er það sama hvert umhverfið er. Hún er ein af grunnstoðum þessa samfélags. Hún hefur leitt til mjög margra ef ekki flestra framfara í þessu þjóðfélagi, hvort sem það er í velferðarmálum, húsnæðismálum, heilbrigðismálum, menntamálum, vinnuvernd, réttindum hinna vinnandi, réttindum lífeyrisþegar og svona gæti ég haldið lengi áfram. Er það fyrst og fremst vegna dugleysis stjórnmálamanna í gegn um tíðina og vanhæfi þeirra við að hugsa fyrir fram um velferð þegnanna. Það hefur alltaf þurft stéttarfélögin og stéttabaráttu til að ýta við þeim. Stéttabarátta er líka mótvægi við sérhagsmunavörslu auðstéttarinnar og stjórnmálaflokkanna. Við sjáum þetta bara best í muninum á ofangreindum málaflokkum í Vestur- og Norður-Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar. Í fyrrnefndu löndunum er oftast mjög öflug starfsemi stéttarfélaga, en þau hafa nánast verið lýst óvinir þjóðarinnar í Bandaríkjunum.
Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég legg málið í dóm!

 

. Er ég honum ósammála um flesta kjarnapunkta hans í greininni.

Hér er það sem ég er ósammála honum:
1. Hann segir um fátækt að hún sé „lítil samanborið við fátækt í öðrum löndum“. Í fyrsta lagi, þá er þessi útreikningur sem samanburður á fátækt byggir á hreinlega ekki samanburðarhæfur á milli landa. Ástæðan er margþætt, en hinn mikli meinti tekjujöfnuður skiptir þar miklu máli. Skilgreiningin á fátækt er nefnilega byggð á tölfræði, en ekki raunveruleikanum. Fátækir er skilgreindir þeir sem eru með tekjur undir ákveðnu hlutfalli af miðgildislaunum, án tillits til þess hver framfærslukostnaður viðkomandi er. Mun nær væri að skilgreina fátækt út frá hve stórt hlutfall launa fer í framfærslu og þegar þetta hlutfall er stöðugt í og yfir 100%, eins og er hjá mjög mörgum í lægri tekjuhópunum, þá er hægt að tala um fátækt. Nú er ég að tala um eðlilega eða jafnvel skerta neyslu, en ekki lúxus. Þetta þýðir hins vegar að tveir einstaklingar með sömu tekjurnar geta lent hvor sínu megin við fátæktarlínuna. Annar er með mikinn framfærslukostnað vegna þess að mörg börn eru á heimilinu. Hinn er með lítinn framfærslukostnað, þar sem viðkomandi býr einn og er í skuldlausu húsnæði. Í öðru lagi er gjörsamlega tilgangslaust að vera með samanburð á milli landa. Við sjáum t.d. að íslenskir lífeyrisþegar sem ekki ná endum saman á Íslandi, lifa góðu lífi á þessum tekjum sínum á Spáni. Í öðru landinu myndi viðkomandi teljast fátækur, en ekki í hinu.

2. Næst fjallar hann um hlutfall launa í vergri landsframleiðslu og ber saman á milli tímabila. Hann bendir á að þetta hlutfall hafi verið „50% árið 1973, 48% árið 1981, 50% árið 1991, 53% árið 2001 og er nú 56%“. Þetta er algjörlega innihaldslaus samanburður nema honum fylgi greining á þætti þjóðfélagsbreytinga á sama tíma. Hvaða breytingar hafa orðið á fjölda starfsfólks í mismunandi atvinnugreinum á þessu tímabili? Það er vitað að framleiðslugreinar eru almennt með lægra hlutfall launa af heildarveltu en flestar aðrar greinar. Árið 1973 voru hlutfallslega mun fleiri starfandi í grunnframleiðslugreinum en er í dag. Stór hluti þjóðarinnar er í dag háskólamenntað fólk, sem er í störfum þar sem launakostnaður er hátt hlutfall veltu. Frá 1973 hefur stór hluti grunnframleiðslunnar horfið úr landi. Þetta er því samanburður án innihalds.

3. Hann fer næst að vitna í Marx og fer í enn einn samanburðinn, sem er gjörsamlega innihaldslaus. Hvaða máli skiptir það fyrir launafólk í dag að forfeður þeirra hafi haft það skítt um aldamótin 1900. Það lifir enginn á því að hafa það betur en einhver á öðrum tíma, heldur á því sem viðkomandi hefur til framfærslu í dag. Já, lífskjör hafa batnað, en á sama tíma hafa kröfur aukist. Árið 1900 fór fólk og sótti vatn í brunn, þvoði þvott í þvottalaugunum, átti ekki bíl, vissi ekki hvað sími var, aðeins forréttinda pésar fóru í menntaskóla, hvað þá háskóla, að ferðast til útlanda var ekki einu sinni til í æstustu draumum fólks og svona má lengi telja. HVERNIG getur samanburður á milli nútímans og ársins 1900 haft nokkra þýðingu fyrir kjarabaráttu fólks í dag?

4. Hann segir að, „[í] stað þess að íslenska þjóðin skipt­ist í fjár­magns­eig­endur og arð­rænt launa­fólk þá skipt­ist hún ann­ars vegar í þá sem geta farið inn í og út úr gjald­miðl­inum og hina sem eru fast­ir“, eins og það síðara útiloki hið fyrra. Arðrænda launafólkið er alveg jafn arðrænt, þó það sé líka fast í krónunni, vegna þess að það er ekki aflögufært til að vera að braska á gjaldeyrismarkaði. Vegna þess að það er arðrænt, þá skiptir það því engu máli í hvaða mynt það gæti geymt sparnaðinn sinn, því eini sparnaður þess er lífeyrissparnaður þess, sem það hefur enga stjórn á.

5. Fram að þessu hafði prófessorinn verið að tala, en síðan tekur við peningastefnumaðurinn, þó að hann kynni sig ekki sem slíkan. Verð ég að viðurkenna, að ég held að prófessorinn hefði betur sleppt síðari hluta greinarinnar. Ég hef sagt það áður, að Gylfi Zoega verður að fara að átta sig á því, að hann getur ekki leikið tveimur skjöldum í svona umræðu. Hann getur ekki reynt að vera hlutlaus prófessor, þegar kemur að þeim kjarasamningum sem fara í hönd. Ef hann vill vera í því hlutverki, þá verður hann að segja sig úr peningastefnunefnd.

6. En fyrst hann býður upp í dans, þá er best að taka þátt. Hann fer fljótlega að tala um aukna verðbólgu vegna veikingar krónunnar. Halló, þessi gengisveiking er boði hans sjálfs, sem meðlims peningastefnunefndar. Það var sú nefnd sem ákvað að reyna að svindla á verðbólgunni með því að flytja inn verðhjöðnun. Ég er ekki með sérmenntun í hagfræði, þó ég hafi tekið margar hagfræði- og hagfræðitengda áfanga, en ég spáði nákvæmlega fyrir um hvað myndir gerast. Að styrking krónunnar stæði ekki undir sér og óumflýjanlegt væri að hún myndi veikjast. Þegar það gerðist ykist verðbólgan. Hafi peningastefnumaðurinn Gylfi Zoega ekki séð þetta, þá hefði hagfræðiprófessorinn Gylfi Zoega átt að gera það. Mér sýnist hins vegar sem hvorugur hafi gert það.

7. Hingað til hafa fjárfestar og fjárglæframenn verið fullfærir um að rústa hlutabréfamarkaðinum og ekki þurft stuðning lífeyrissjóðanna. Ég sé síðan ekki samhengið á milli þess sem Ragnar Þór Ingólfsson hefur lagt til og að það verði hrun á hlutabréfamarkaði. Ragnar hefur eingöngu lagt til að menn horfi til kaupa á skuldabréfum (nema að ég sé að misskilja orð hans – talaði við hann í fyrradag). Kannski hækkar ávöxtunarkrafan á markaði, en það ætti ekki að leiða til hruns á hlutabréfamarkaði! Þó svo að einhverjar sveiflur yrðu í stuttan tíma, þá er ekki þar með sagt að sjóðsfélagar yrðu fyrir tjóni. Hvet peningastefnumanninn að kynna sér þróun Dow Jones visitölunnar frá 16. október 1987 og fram til dagsins í dag. Tek 16. vegna þess að það var föstudagurinn fyrir mánudaginn 19. sem jafnan er kallaður Black Monday (þó svo að nær væri að kalla hann Red Monday, því þá voru bara rauðar tölur í kauphöllinni). Lífeyrissjóðir eru auk þess langtímafjárfestar og þeir kippa sér ekkert upp við sveiflur á virði eignasafna sinna, svo fremi sem þróunin á virði eignanna sé upp á við yfir lengri tíma. Alveg er furðulegt, að verið sé að kasta fram svona bulli um tjón sjóðfélaga, þegar menn hafa fyrir framan sig þá staðreynd að tímabundið högg á markaðsvirði aðila í kauphöll leiðréttir sig ALLTAF á frekar stuttum tíma (max. 2-3 árum). Vísa ég þar aftur til þróunar Dow Jones frá 16. október 1987.

8. Ég er algjörlega ósammála Gylfa að stéttabarátta sé ekki skynsöm. Hún er það sama hvert umhverfið er. Hún er ein af grunnstoðum þessa samfélags. Hún hefur leitt til mjög margra ef ekki flestra framfara í þessu þjóðfélagi, hvort sem það er í velferðarmálum, húsnæðismálum, heilbrigðismálum, menntamálum, vinnuvernd, réttindum hinna vinnandi, réttindum lífeyrisþegar og svona gæti ég haldið lengi áfram. Er það fyrst og fremst vegna dugleysis stjórnmálamanna í gegn um tíðina og vanhæfi þeirra við að hugsa fyrir fram um velferð þegnanna. Það hefur alltaf þurft stéttarfélögin og stéttabaráttu til að ýta við þeim. Stéttabarátta er líka mótvægi við sérhagsmunavörslu auðstéttarinnar og stjórnmálaflokkanna. Við sjáum þetta bara best í muninum á ofangreindum málaflokkum í Vestur- og Norður-Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar. Í fyrrnefndu löndunum er oftast mjög öflug starfsemi stéttarfélaga, en þau hafa nánast verið lýst óvinir þjóðarinnar í Bandaríkjunum.

Ég legg málið í dóm!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: