- Advertisement -

Innflytjendur borga RÚV 895 milljónir

Gunnar Smári skrifar:

Allir einstaklingar með tekjur yfir 152.800 þús. kr. á mánuði borga útvarpsgjald. Innflytjendur á vinnumarkaði eru um 50 þúsund, þar ef 1/5 nú atvinnulaus (en með atvinnuleysisbætur umfram 153 þúsund kallinn). Þessi hópur borgar um 895 m.kr. á ári til Ríkisútvarpsins. En hvaða þjónustu fær það á móti? Kannist þið við pólskan texta, fréttir á pólsku eða tælensku? Innflytjendur í Silfrinu, Vikulokunum eða Kastljósi? Pólska bíódaga, umræður meðal innflytjenda um rasisma í íslensku samfélagi, íslenskukennslu … eitthvað?

Það er stundað víða um samfélagið að klípa gjöld og skatta af innflytjendum sem síðan fá ekkert í staðinn. Þessi hópur borgar skatta en fær ekki að kjósa, hefur engin áhrif á þróun samfélagsins. Það má laga með breytingum á kosningalögum, að skilgreina Ísland sem samfélag íbúa en ekki þjóðríki. Það tekur tíma. En Ríkisútvarpið getur lagað sín mál á morgun, jafnvel strax í kvöld.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: