Fréttir

Innfæddum fækkar í Reykjavík

Mest fækkaði innfæddum í gamla austurbænum eða um 9,4%.

By Miðjan

June 13, 2018

„Ég er að skoða innflytjendatölur hjá Hagstofunni. Af þeim má meðal annars lesa að Reykvíkingum fjölgaði um 2016 frá 2014-17 eða um 1,7%,“skrifar Gunnar Smári Egilsson,

„Á þessum árum fjölgaði innflytjendum í borginni um 3406 eða um 24,2%. Innfæddum fækkaði því í borginni um 1390 á þessum þremur árum, eða um 1,3%. Mest fækkaði innfæddum í gamla austurbænum eða um 9,4%. Á aðeins þremur árum. Innfæddum fækkaði í svo til öllum hverfum og fjölgaði ekki að ráði nema í Norðlingaholti.“