- Advertisement -

Innanríkisráðuneytið er bastarður

Stjórnmál Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri Morgunblaðsins, skrifaði í leiðara um það ástand sem er uppi vegna þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir vill að störfum verði létt af sér í innanríkisráðuneyti. Davíð þykir að verið sé að gera alltof mikið af litlu tilefni.

Í lok leiðara gærdagsins skrifar hann um breytingarnar sem gerðar voru á stjórnarráðinu á síðasta kjörtímabili:

„Það eru engin efni til að stofna til dómsmálaráðuneytis á ný, af þessu tilefni, og raunar alls ekki viðeigandi. Hitt er annað mál að núverandi innanríkisráðuneyti er bastarður eins og fleiri þættir sem leiddu af bægslagangi síðustu ríkisstjórnar í málefnum Stjórnarráðsins og sjálfsagt að ganga í að lagfæra það.“

Þar sem fáir, ef nokkrir núlifandi Íslendingar, hafa reynslu af stjórnarráðinu en Davíð er best að birta leiðarann í heild:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Hvort tveggja er auðvitað rétt hjá lagaprófessornum. Tilkynning um að ráðherrann myndi segja sig frá þessum tveimur málaflokkum var ekki stjórnsýsluleg ákvörðun. Hún hefur hins vegar væntanlega verið pólitísk og viðleitni til að koma til móts við hávaðamenn sem hafa mjög haft sig frammi í þessu máli.
Hvort tveggja er auðvitað rétt hjá lagaprófessornum. Tilkynning um að ráðherrann myndi segja sig frá þessum tveimur málaflokkum var ekki stjórnsýsluleg ákvörðun. Hún hefur hins vegar væntanlega verið pólitísk og viðleitni til að koma til móts við hávaðamenn sem hafa mjög haft sig frammi í þessu máli.

„Fréttastofa Ríkisútvarpsins ræddi í gær við Björgu Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands, um hvers vegna áform um að færa tiltekna þætti innanríkisráðuneytisins undan forræði sitjandi ráðherra tæki svo langan tíma, eins og það var orðað. Ráðherrann tilkynnti um vilja sinn til þessa í framhaldi af því að ríkissaksóknari gaf út ákæru í máli sem kallað hefur verið lekamálið. Lagaprófessorinn benti á að þess háttar gjörð væri dálítið flókin og gerði grein fyrir því hvernig á því stæði og bætti því við að það væri auk þess varla fullt starf fyrir nýjan ráðherra að sinna aðeins þessum tveimur málaflokkum, málefnum dóms og ákæruvalds, innan ráðuneytisins, „enda afskipti ráðherra af þeim afar lítil“, eins og prófessorinn orðaði það.

Hvort tveggja er auðvitað rétt hjá lagaprófessornum. Tilkynning um að ráðherrann myndi segja sig frá þessum tveimur málaflokkum var ekki stjórnsýsluleg ákvörðun. Hún hefur hins vegar væntanlega verið pólitísk og viðleitni til að koma til móts við hávaðamenn sem hafa mjög haft sig frammi í þessu máli.

Aðstoðarmaður innanríkisráðherra, sem óvænt var ákærður eftir æði umfangsmikla rannsókn, var óðara leystur frá sínu starfi. Af einhverjum ástæðum hefur ráðherranum ekki þótt nóg að gert með því.

Eins og prófessorinn benti fréttamanni „RÚV“ á, eru afskipti ráðherra dómsmála af hinum umrædda málaflokki afar lítil. Ómögulegt er að ímynda sér að einhver þau atvik geti komið upp sem leiða þyrftu til afskipta ráðherrans á einhverjum þáttum þess máls sem nú er komið til kasta dómstóla. Refsimál af þessu tagi lúta vel þekktum lögmálum. Dómarinn (einn eða fleiri), sem fær málið til meðferðar, fer með húsbóndavald þess á meðan það er fyrir héraðsdómi og gangi það lengra kemur til kasta Hæstaréttar. Það koma engir aðilar að málinu sem lúta boðvaldi ráðherrans á nokkurn minnsta hátt. Vandséð er hvers vegna einhverjum geti þótt við hæfi að ráðherrann skuli víkja sér undan að fara með stjórn framangreindra málaflokka vegna umræddra atvika.

Ef sú verður einnig niðurstaða forsætisráðherra eftir skoðun hans á því er einföld og margreynd leið við að koma slíku til leiðar. Ráðherrann, sem í hlut á, lýsir því einfaldlega yfir að komi til þess að hann þurfi að hafa afskipti af atriðum innan þessara tveggja málaflokka (sem er fátítt eins og prófessorinn bendir á), þá muni hann, í hvert eitt sinn, víkja sæti við afgreiðslu þeirra og forsætisráðherra mun síðan, með uppáskrift forseta, fela öðrum að sjá um slíkar afgreiðslur. Tugir eða hundruð afgreiðslna af þessu tagi liggja fyrir. Þær eru með öðrum orðum daglegt brauð við ríkisstjórnarborðið, í tíð fjölmargra ríkisstjórna.

Það eru engin efni til að stofna til dómsmálaráðuneytis á ný, af þessu tilefni, og raunar alls ekki viðeigandi. Hitt er annað mál að núverandi innanríkisráðuneyti er bastarður eins og fleiri þættir sem leiddu af bægslagangi síðustu ríkisstjórnar í málefnum Stjórnarráðsins og sjálfsagt að ganga í að lagfæra það.“

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: