- Advertisement -

Innanmein Sjálfstæðisflokksins

„For­ysta Sjálf­stæðis­flokks­ins þarf að bretta upp erm­ar og koma á fram­færi við kjós­end­ur fyr­ir hvað flokk­ur­inn stend­ur og hvers vegna það skipt­ir svo miklu fyr­ir þjóðina að hann verði sem sterk­ast­ur,“ skrifar flokksmaðurinn Sigurður Jónsson, fyrrverandi bæjarstjóri, í Moggann.

„For­ysta flokks­ins þarf að hlusta á gras­rót­ina og not­færa sér þann mikla meðbyr sem fékkst í próf­kjör­un­um,“ skrifar Sigurður og setur svo í efsta gír:

Flokk­ur­inn þarf að leggja höfuðáherslu á að skatt­ar verði lækkaðir á lægstu og miðlungs­tekj­ur fólks. Það þarf að hækka skatt­leys­is­mörk­in. Þá þarf að breyta lög­um um fast­eigna­skatt, þannig að skatt­ur­inn hækki ekki ár­lega um­fram all­ar vísi­tölu­hækk­an­ir, sem allt of mörg sveit­ar­fé­lög nýta sér til að auka álög­ur á íbú­ana.“

Sigurður Jónsson bindir vonir við að á hann verði hlustað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurður er ekki hættur. Hann vill að forysta flokksins stigi niður úr eigin fílabeinsturni. Hér kemur listi Sigurðar:

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn þarf að leggja enn meiri áherslu á um­hverf­is­mál­in. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn þarf að auka áherslu sína á frelsi ein­stak­lings­ins og draga úr rík­is­af­skipt­um.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn þarf að hlusta á bar­áttu­mál eldri borg­ara. Ég er ekki að tala um öfga­hópa inn­an raða eldri borg­ara held­ur þeirra sem tala á skyn­sam­leg­um nót­um.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn þarf að leggja meiri áherslu á að bet­ur verði staðið að heil­brigðismál­um með því að nýta bet­ur einkafram­takið en nú er gert.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á alla mögu­leika á að auka sitt fylgi í næstu kosn­ing­um, en þá verður að leita til hins al­menna flokks­manns og hlusta virki­lega og aðlaga stefn­una þeim sjón­ar­miðum.

Það er al­gjör­lega nauðsyn­legt að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nái yfir 30% fylgi í næstu kosn­ing­um. Sem sterk­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur get­um við lagt okk­ar stefnu­mál fram í mynd­un rík­is­stjórn­ar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: