- Advertisement -

Innanhúss met í frekju?

Katrín Oddsdóttir skrifaði:

Umhverfi Kaldvík er félag sem ætlar sér að stunda sjókvíaeldi í Seyðisfirði í andstöðu við vilja 75% heimamanna.

Nú hefur fyrirtækið auglýst eftir starfsfólki þó öll leyfi skorti.

Magnus Gudmundsson stjórnarmaður í VÁ – Félag um vernd fjarðar skrifar grein um málið í mitt gamla blað Austurgluggann þar sem segir m.a:

„Siglingaáhættumatið var sett í hendur fyrirtækjanna og þau létu verkfræðistofu vinna það fyrir sig. Forstjóri og aðstoðarforstjóri Kaldvíkur vita að áhættumat siglinga í Seyðisfirði liggur ekki fyrir. Það er því alrangt af forstjórunum að halda því fram að umsókn þeirra í Seyðisfirði bíði bara staðfestingar, eins og þeir gerðu í fréttum við skráningu fyrirtækisins í kauphöllina.“

Við erum ansi mörg sem munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir sjókvíaeldi í fallega Seyðisfirði.

Nú er komið nóg!

Greinin er fengin af Facebooksíðu Katrínar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: