Ingþór nokkur átti varla til orð eftir ´siðustu heimsókn sína á bensínstöð Atlantsolíu við Sprengisand. Frá síðustu heims´okn hans þangað hafði líterinn hækkað um heilar 5 krónur, úr 274 í 279 krónur. Ingþór er handviss um að frekari hækkana sé að vænta h´já Atlantsolíu á næstu vikum.
Ingþór fjallar um hækkunina í fjölmennu samfélagi á Facebook, Vertu á verði – eftirlit með verðhækkkunum. Þar segir hann:
„Jæja… bensínhækkun bara tvisvar í hverri viku. Var 274 kr ódýrast 6. maí, svo hækkaði það í 276 fyrir síðustu helgi og núna komið í 279 kr hjá Atlantsolíu, Spengisandi og Orkan mun örugglega hækka í 279 fyrir helgi – Með sama áframhaldi verður allt bensín komið í 300 kr eftir 40 daga eða kringum 26. júní – Mætti alveg mótmæla þessu frekar en kaupum Bjarna Ben í Íslandsbanka þar sem það snertir ekki beint budduna hjá fólki. Hvort sem er allt menn í jakkafötum sem eiga hlut í bönkunum, hvort sem jakkafötin eru blá eða svört.“
María er hjartanlega sammála. „Nákvæmlega það sem ég ætlaði að skrifa, segir hún. Og Þorsteinn tekur undir að von sé á frekari hækkunum á næstunni. „Þetta á bara eftir hækka og hækka. Fólk fer fljótlega að slást um rafmagns bíla….“ segir Þorsteinn.
Fjölmargir landsbyggðarbúar benda ´a að bensínverðið sé löngu komið yfir 300 krónur úti á landi. Petrína er ein þeirra. „Það er löngu komið yfir 300kr úti á landi. Við þurfum líka að fara lengri vegalengdir. eldsneytishækkanir eru landsbyggðar skattar.“
Arnar telur að bílaeigendur þurfi að bregðast við. „Það gerist ekkert í lækkunum fyrr enn fólk hættir bara að nota bílinn,“ segir Arnar.