Fréttir

Inga vill loka á Kínverja

By Miðjan

February 06, 2020

„Staðan er miklu mun alvarlegri ef marka má heimildir frá íbúum á svæðinu. Hvað er í gangi hér að við séum ekki búin að loka algjörlega fyrir komu kínverskra ferðamanna til landsins á meðan þessar hörmungar ganga yfir. Kínverski sendiherrann hér á landi aflýsti áður boðaðri nýársgleði hérlendis strax og vitað var um veiruna. En íslensk stjórnvöld sitja og bíða, sjá bara til,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.