- Advertisement -

Inga: Stjórnvöld framleiða öryrkja

Lífs­vilj­inn hefur vís­vit­andi verið kreist­ur úr þeim sem eiga und­ir högg að sækja.

„Frá þess­um tíma hef­ur lífs­vilj­inn vís­vit­andi verið kreist­ur úr þeim sem eiga und­ir högg að sækja og hafa ekki getað tekið þátt í grósku­mik­illi upp­bygg­ing­unni eft­ir hrun. Nei, sú gróska er bara fyr­ir suma eins og verk­in sanna.“

Þetta er tilvitnun í harðorða grein sem Inga Sæland skrifar og birt er í Mogganum í dag. Þar skrifar Inga um eftirmála hrunsins og hversu illa var staðið að verki. „Yfir 10.000 fjöl­skyld­ur misstu heim­ili sín. Gjald­borg var reist utan um ís­lensk heim­ili eft­ir hrun á meðan skjald­borg var aug­ljós­lega reist utan um fjármagnsöflin.“

Ingu er hugfast orð Bjarna Benediktssonar um óeðlilega fjölgun öryrkja.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Frá þess­um tíma hef­ur lífs­vilj­inn vís­vit­andi verið kreist­ur úr þeim sem eiga und­ir högg að sækja.“

„Hvað er það sem fær fjár­málaráðherra til að tala um óeðli­lega fjölg­un ör­yrkja? Það er í raun óskilj­an­legt að hægt sé loka aug­un­um svona ræki­lega fyr­ir þeirri þjóðfé­lagsþróun sem hér hef­ur ein­mitt átt sér stað eft­ir hrun. Ekki bara börn­in sem tóku áföll­in með sér út í lífið eins og ég nefni hér að ofan held­ur áfram­hald­andi valdníðsla stjórn­valda gagn­vart öll­um þeim sem eru hér að berj­ast fyr­ir til­ver­unni af veik­um mætti. Það eru stjórn­völd sjálf sem eru að fram­leiða ör­yrkja og það er einnig í þeirra hönd­um að snúa blaðinu við.“

Inga er ekki hætt: „Frá þess­um tíma hef­ur lífs­vilj­inn vís­vit­andi verið kreist­ur úr þeim sem eiga und­ir högg að sækja og hafa ekki getað tekið þátt í grósku­mik­illi upp­bygg­ing­unni eft­ir hrun. Nei, sú gróska er bara fyr­ir suma eins og verk­in sanna.“

Inga bendir á afleiðingarnar: „Það sem allt of marg­ir gengu í gegn­um á þess­um tíma var van­líðan, óör­yggi, kvíði og ekk­ert heim­il­is­festi. Já, í boði vel­ferðar­stjórn­ar­inn­ar eft­ir hrun voru heilu og hálfu þjóðfé­lags­hóp­arn­ir sett­ir á ver­gang á meðan fjár­mun­um var for­gangsraðað fyr­ir elítuna.“

Nú segja meðaltöl allt annað.

Við segj­um hingað og ekki lengra.

„Rík­is­stjórn eft­ir rík­is­stjórn, kjör­tíma­bil eft­ir kjör­tíma­bil er níðst á okk­ar minnstu bræðrum og systr­um og stjórn­völd­um finnst það bara allt í fína lagi. Excel-skjalið frá OECD seg­ir að hér hafi það all­ir al­veg frá­bært. Ef þeir segja það, er það þá satt? Ég segi NEI, það er rangt.“

Inga boðar aðgerðir fyrir hönd öryrkja: „Flokk­ur fólks­ins er ný­bú­inn að vinna risa­stórt dóms­mál fyr­ir hönd aldraðra. Nú er komið að ör­yrkj­um. Við segj­um hingað og ekki lengra. Málið sem við erum að und­ir­búa nú fyr­ir hönd ör­yrkja er mjög um­fangs­mikið og ég trúi að þar muni rétt­lætið ekki síður ná fram að ganga. Við ör­yrkj­ar erum líka menn og eig­um rétt á rétt­læti til jafns við alla aðra.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: