- Advertisement -

Inga Sæland vill að þingið komi saman og setji neyðarlög vegna efnahagsmála

„Verðbólgan aftur á uppleið á meðan skuldir heimila og fyrirtækja stökkbreytast, kaupmáttur rýrnar og sífelt fleiri lenda á höggstokki vanskila.“

Inga Sæland.

Inga Sæland skrifaði fína grein á Facebook:

„Það er löngu orðið tímabært að viðurkenna þá staðreynd að landið er gjörsamlega stjórnlaust.

Verðbólgan aftur á uppleið á meðan skuldir heimila og fyrirtækja stökkbreytast, kaupmáttur rýrnar og sífelt fleiri lenda á höggstokki vanskila.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það þarf að grípa til róttækra aðgerða og það STRAX.

Hver ber ábyrgð ???? Hvernig stendur á því að ekkert er aðhafst á meðan að þjóðarskútan er að sökkva??

Það þarf að grípa til róttækra aðgerða og það STRAX. Alþingi á að kalla saman ekki seinna en í gær og við þurfum neyðarlög á Seðlabankann og þá vanhæfni sem þar ríður röftum með óafturkræfum hörmungum fyrir samfélagið í heild sinni.

Einhverjir mestu fjármagnsflutningar í lýðveldissögunni eiga sér nú stað þar sem kreistur er hver einasti blóðdropi úr öllum þeim sem ekki eru með fullt rassgat af peningum. En það eru einmitt græðgiskjaftarnir sem hafa komið ástandinu þangað sem það er í dag.

Þvílík ÞJÓÐARSKÖMM!

Ég öskra á aðgerðir, ég vil að þeir sem hafa komið okkur á kaldan klakann axli ábyrgð, ég vil þessa óforbetranlegu ríkisstjórn frá völdum og það STRAX og það, áður en Vesturfarafordæmið endurtekur sig og þriðjungur þjóðarinnar sér enga aðra lausn en að flýja land.

Fyrsta verk löggjafans á að vera að taka húsnæðisliðinn út úr öllum mælingum. Flokkur fólksins hefur um árabil mælt fyrir nákvæmlega því, en að sjálfsögðu þóknast það ekki hagsmunagæsluhundum auðmagnsins.

Hæstvirtur forsætisráðherra…

Ég skora hér með á forsætisráðherra þjóðarinnar Bjarna Benediktsson að kalla þingið saman og sinna þeirri vinnu sem hann og við öll vorum kjörin til að inna af hendi. Það þarf að setja neyðarlög sem bremsa af þetta brjálæði og vaxtaokur sem er að ganga frá samfélaginu.

Hæstvirtur forsætisráðherra, það er orðið of seint að grípa um rassgatið þegar skíturinn er kominn í buxurnar. Það þarf að grípa til neyðaraðgerða vegna þeirrar vanhæfni sem þú og þinir hafa rekið hér um árabil.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: