- Advertisement -

Inga Sæland spyr: „Hverjir eru það sem stjórna og halda utanum fjölmiðlana?“

Hvar er umræða…

„Fjölmiðlar spyrja nú, en fá ekkert svar. En fyrir ykkur! Flokkur Fólksins er að undirbúa komandi kosningar á eigin forsendum en ekki fjölmiðla.“

Þannig hefst nýr pistill Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Inga er hörð í gagnrýni sinni á fjölmiðla. Undanskilur engan.

„Hve nálægt hljóðnemanum höfum við fulltrúar Flokks Fólksins fengið að koma á líðandi kjörtímabili? Hversu spennandi er að segja frá baráttumálum okkar yfirleitt? Hvar er umræða fjölmiðla um frumvörp okkar til að bæta kjör þeirra lægst launuðu? Hvar er umræða fjölmiðla um risastóra dómsmálið sem Flokkur Fólksins vann fyrir hönd eldri borgara? Hvar er umræða fjölmiðla um eignarrétt okkar á lífeyrissjóðum okkar, eða umræða þeirra um að koma atvinnurekendum úr stjórnum lífeyrissjóðanna og koma eiginlegum eigendum þeirra þangað í staðinn?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að sjálfsögðu eru málin okkar þögguð , enda hafa stjórnvöld engan áhuga á að hjálpa þeim sem virkilega eru hjálpar þurfi.

Og áfram skrifar Inga:

„Hvaða áherslu hafa fjölmiðlar lagt á mál okkar um að færa persónuafslátt þeirra ríku til þeirra sem minnst hafa til að jafna kjörin? Hvar er umfjöllun fjölmiðla um frumvarp Flokks fólksins um að enginn skuli hafa minna en 350 þúsund krónur á mánuði skatta og skerðingarlaust? Hvar er málið okkar um að lofa öryrkjum að máta sig við vinnumarkaðinn án skerðinga á tryggingabótum þeirra í allt að tvö ár? Hvar er málið okkar um að hætta að skerða lífeyrisréttindi aldraðra vegna atvinnutekna þeirra? Ég gæti haldið áfram miklu lengur enn, enda hefur Flokkur Fólksins lagt fram hlutfallslega lang flestu þingmannamálin á þessu kjörtímabili. Þrátt fyrir það erum við spurð hvað við höfum gert á þingi.  Sú spurning er ekki svaraverð enda undirstrikar vanþekkingu og einfeldni þeirra sem hennar spyrja.“

Og enn herðir Inga á gagnrýninni:

„Að sjálfsögðu eru málin okkar þögguð, enda hafa stjórnvöld engan áhuga á að hjálpa þeim sem virkilega eru hjálpar þurfi. Öll þessi viðurstyggilega fátækt, vanlíðan og vanmáttur sem kúgar og okar tug þúsundir samlanda okkar er alfarið mannanna verk. Ekkert af þessu þarf að vera til á Íslandi í dag. EKKERT !

Stóra spurningin er hverjir eru það sem stjórna og halda utan um fjölmiðlana og fyrir hverja eru þeir að vinna? Eitt er víst að hlutlausir eru þeir EKKI.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: