- Advertisement -

Inga óttast um líf eiginmanns síns

Inga Sæland á Alþingi í dag:

Mun maðurinn minn lifa það af að þurfa að bíða og bíða eftir því að fá lækningu sinna meina?

Að bíða og bíða og bíða, að bíða eftir að fá hjálp, að vera á biðlista til að bíða eftir biðlista. Ég ætla að segja ykkur frá nokkru sem stendur mér mun nær, bara mjög nálægt varðandi það sem við fjöllum hér um. Einn ágætur þingmaður, Ólafur Þór Gunnarsson, sagði áðan að heilbrigðiskerfið okkar hefði fengið hér stóran plús í kladdann, það var eins og hann upplifði það. En ég get bara engan veginn komið auga á þetta. Þetta mál stendur mér það nærri að ég velti því fyrir mér núna hversu lengi ég fái að hafa minn vaska, granna, flotta mann hjá mér. Mun hann lifa biðina af þegar meðalhjartsláttur hans er búinn að vera 34–36 slög á mínútu í sennilega hálft annað ár? Hann hefur gengið á milli Heródesar og Pílatusar og loksins núna fær hann einhver svör. En þá kemur í ljós: Það er framkvæmd ein aðgerð á dag eins og gera þarf á þér og þar er tveggja ára bið. Það er vegna þess að sú aðgerð er ein af þeim sem ákveðið var að skera niður í Covid, í aðhaldsaðgerðunum í heilbrigðiskerfinu. Það er hlálegt að nákvæmlega sú aðgerð stingur okkur eiginlega algjörlega beint í bakið. Þannig að þó að maður spyrji: Munu ekki þessar aðhaldsaðgerðir í heilbrigðiskerfinu bitna á sjúklingunum sjálfum? Þá er svarið: Nei, nei, þær munu ekki gera það, það er ekki þannig. — En það bitnar á sjúklingunum sjálfum.

Ég spyr mig hér í dag: Mun maðurinn minn lifa það af að þurfa að bíða og bíða eftir því að fá lækningu sinna meina?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: