Stjórnmál

Inga, olnbogabörnin og ríkisstjórnin

By Miðjan

March 24, 2020

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að almannatryggingaþegar hafi tekið á sig gríðarlegar kjaraskerðingar í kjölfar hrunsins. „Þeir hafa setið eftir og eru nú að berjast fyrir tilverunni frá degi til dags í þeirri manngerðu fátæktargildru sem um þá hefur verið smíðuð. Þessi hópur á óleiðrétta tæplega 30 prósenta kjaragliðnun, einn allra samfélagshópa,“ segir Inga.

Hún er ekki beint hrifin af núverandi ríkisstjórn. „Ég hef ekki orðið vör við að ríkisstjórnin hafi viljað hjálpa þessum hópi í undangengnu góðæri, með því að leiðrétta þetta bersýnilega óréttlæti, þrátt fyri ítrekuð tækifæri til þess. Ég vil leiðrétta fyrri kjaragliðnun aldraðra og öryrkja strax, án þess að við þurfum að sækja þær leiðréttingar fyrir dómstólum.“