„Hvert sem litið er, þar er vandi. Við erum í virkilegum vanda með heilbrigðiskerfið og landsmenn eru almennt mjög ósáttir við endalausa bið. Það skiptir ekki máli hvort það er bið eftir því að komast til læknis eða bið eftir því að láta laga á sér eyrað eða hnéð eða hvað annað sem er.“ Það var Inga Sæland sem sagði þetta í þingræðu.
„Ég hef þurft að ganga í gegnum það upp á síðkastið að heimsækja þessa blessuðu heilbrigðisþjónustu þó að það sé ekki fyrir mig heldur sem aðstandandi. Ég verð að viðurkenna að við hefðum hreinlega öll gott af því að kíkja á þá og þykjast vera einhver önnur en við erum þannig að við fengjum ekki að ganga fram fyrir röðina, að vera hinn almenni Íslendingur sem þarf að leita á náðir heilbrigðiskerfisins. Það er sannarlega þess virði að skoða.“