Mikil umræða hefur skapast vegna Kastljósþáttarins í gærkvöld. Þar sem Inga Sæland var gestur Einars Þorsteinssonar. Hallgrímur Helgason spyr á einum stað:
„Afhverju eru sósíalistar og inga ekki í sama flokki?“
Gunnar Smári svarar:
„Kannski vegna þess að Inga er ekki sósíalisti Hallgrímur. Hún er einskonar mannúðlegur hægri krati og ætti best heima í Samfylkingunni.“
Síðar skrifar Gunnar Smári:
„Hafið þið pælt í því að hægrið hefur aldrei haft meira fylgi en eftir að það klofnaði í DMBFC? Breiðfylking með málamiðlun fyrir kosningar tilheyrir einmenningskjördæmum. Við erum með fjölþingmanna-kjördæmi sem mun leiða til 7-9 þingflokka, svipað kerfis og er á Norðurlöndum. Ef vinstri fólk myndi aðeins starfa innan Samfylkingar og VG, flokka sem hafa misst öll tengsl við verkalýð og lágstéttir og sem þráfaldlega leita í samstarf við auðvaldsflokkanna, nú bæði í ríkisstjórn og borgarstjórn, væri það í raun að gefa öll völd til hægri. Ef vinstrið á nokkru sinni að ná völdum verður það berjast á mörgum vígstöðvum, efla verkalýðshreyfinguna og önnur almannasamtök (sem xS og VG hafa engan áhuga á), færa xS, VG og xB til vinstri með því að færa til miðju umræðunnar og hvetja til uppreisnar grasrótarinnar gegn hægrisinnaðri forystu (grasrót allra þessara flokka er vinstrisinnaðri en forystan), Að öllu þessu loknu er smá von um valdaskipti. Með því að messa um samstöðu undir óbreyttri stefnu stofnanavinstrisins, sem hefur skilið sameiginlegt fylgi VG og xS í um 25% (og það er ekki klofningi vinstri manna að kenna), eru vinstrimenn í raun að sá í akur hægrimanna, gefast upp, sætta sig við að leikurinn snúist um hver fær að færa xD eða Viðreisn neitunarvald í stjórnmálunum.“