Fjöllistafjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson kann að koma skoðunum sínum á framfæri, og greinilegt er að margir fylgjast vel með skrifum Illuga – hvar svo sem hann stingur niður fingrum á lyklaborðinu.
Að þessu sinni á Facebook:
„Rússland er hættulegt, Kína varasamt – vægast sagt – Bandaríkin greinilega alveg óútreikanleg og æ ógeðfelldari,“ segir Illugi og bætir við:
„Í þessari óvissu veröld á smáríki í Atlantshafi aðeins einn vin: Evrópusambandið.“
Hann er ekkert að tvínóna við hlutina og kastar því svellkaldur fram, sumum til gleði, öðrum ekki, að Ísland eigi heima í Evrópusambandinu:
„Þangað eigum við að stefna nú þegar — og ekki bara út af evrunni, þótt hún myndi vissulega leysa svo margan vanda hér.“
Að lokum beinir Illugi orðum sínum til stjórnvalda.
Segir:
„Gerið svo vel að taka málið umsvifalaust aftur á dagskrá.“
– Trausti