- Advertisement -

Illugi og Bjarni: Ósammála um útvarpsgjaldið?

Stjórnmál „Útvarpsgjald mun lækka í tveimur skrefum með 250 millj. kr. tekjulækkun hvort ár 2015 og 2016, þ.e. samtals um 15%. Þetta er 15% lækkun á því gjaldi sem einstaklingar og lögaðilar greiða í útvarpsgjald. Þetta er bein skattalækkun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann mælti fyrir fjárlöguum þessa árs.

Á forsíðu Morgunblaðsins í dag, segir í frétt: „Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur kynnt þingflokki Sjálfstæðisflokksins þau áform sín að hætta við frekari lækkun útvarpsgjalds fyrir árið 2016. Til stóð að það færi úr 17.800 krónum í 16.400 krónur um næstu áramót.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum og samkvæmt sömu heimildum að þessi áform ráðherrans falli í grýttan jarðveg hjá sumum stjórnarþingmönnum.

Nefnd þriggja ráðuneyta komst nýverið að þeirri niðurstöðu að fjárhagsstaða Ríkisútvarpsins væri mjög slæm. Í menntamálaráðuneytinu mun í kjölfarið hafa verið komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að fresta frekari lækkun útvarpsgjaldsins.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: