Rithöfundinum Illuga Jökulssyni finnst bráðfyndin sú staðreynd að Vinstri grænir mælist í dag með sögulega lágt fylgi. Fylgi flokksins hefur ekki verið lægra í tæpan áratug og það finnst Iluga fyndið ef marka má nýjust færslu hans á Facebook:
„En eykst ekki fylgi VG stórlega núna þegar fréttist að flokkurinn hafi stofnað heila fjóra starfshópa (eða voru það vinnuhópar eða starfsnefndir?) í sjávarútvegsmálum? Haldiði annars ekki að sú dirfska, það frumkvæði, sá frumleiki, eigi eftir að skila flokknum miklu? Hahahahahaha!“
Færsluna skrifar Illugi í kjölfar frétta þess efnis að fylgi VG á landsvísu hefur ekki mælst minna síðan í aðdraganda alþingiskosninga 2013. Flokkurinn hefur tapað meira en þriðjungi af fylgi sínu frá síðustu kosningum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup sem sýnir jafnframt að stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka.
Samkvæmt könnuninni segjast aðeins 8,1 prósent myndu kjósa Vinstri græn ef kosið væri nú, sem er um tveimur prósentustigum minna en í síðustu könnun, og 4,5 prósentum minna en í VG fékk í síðustu kosningum. Fylgi VG hefur ekki mælst minna í níu ár.