- Advertisement -

Illskan í garð Björns Leví

Sjálfstæðismenn, margir að minnsta kosti, bera kala til Björns Leví Gunnarsson, þingmanns Pírata.  Einn sá harðasti í baráttunni gegn Birni Leví er Davíð Oddsson. Hann er samt fjarri að vera einn í baráttunni gegn þingmanninum.

En hvers vegna? Jú, vegna þess að Björn Leví hefur verið einstaklega duglegur við að spyrja spurninga, veita aðhald, öðru nafni. Það fer fyrir brjóstið á mörgum. Einkum þeim sem hafa eitthvað að fela.

Björn Leví er heiðraður í dag með Staksteinum Moggans.

„Björn Leví Gunn­ars­son fagnaði því á Alþingi í gær að búið væri að birta upp­lýs­ing­ar um laun og starfs­kostnað þing­manna frá ár­inu 2007. Hann tel­ur þetta þó ekki nóg og vill frek­ari sundurliðanir á kostnaðinum, enda er Birni Leví annt um skatt­fé al­menn­ings eins og al­kunna er.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er meira en sumir geta þolað. Vitandi að ekkert væri vitað um aksturspeninga einstakra þingmanna ef Björn Leví væri ekki á þingi. Nú hefur hann eflaust fundið tilefni til að uppfræða okkur enn frekar. Þá skal hann tekinn fyrir.

„En það leyn­ist víðar kostnaður en í laun­um og starfs­kostnaði þing­manna. Björn Leví Gunn­ars­son, svo tekið sé dæmi af handa­hófi, bar til að mynda fram 93 fyr­ir­spurn­ir á síðasta þingi og hafði þar með yf­ir­burði í keppn­inni um fyr­ir­spurn­arkóng þings­ins,“ segir í Staksteinunum.

Og svo er reynt að safna liði gegn Birni Leví með þessum rökum:

„Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fjár­málaráðuneyt­inu fara al­mennt 10-40 klukku­stund­ir í að svara hverri fyr­ir­spurn. Ef meðaltalið er þá 25 klukku­stund­ir má ætla að stjórn­ar­ráðið í heild hafi eytt um 2.300 klukku­stund­um í að svara fyr­ir­spurn­um Björns Levís á liðnu þingi. Sé þetta rétt mat er lík­lega ekki fjarri lagi að fyr­ir­spurn­ir Björns Levís á síðasta þingi hafi kostað skatt­greiðend­ur um 10 millj­ón­ir króna.“

Staksteinar neyðast til að mæra Björn Leví, nema skrifin séu sett fram í hálfkæringi, þá misheppnuðum.

„En þá ber að líta til þess að allt voru þetta afar vel ígrundaðar og áríðandi fyr­ir­spurn­ir, ekki síður en þær þrett­án sem sami þingmaður bar fram í fyrra­dag. Senni­lega mun ekki kosta nema millj­ón til eina og hálfa að svara þeim. Það er vel sloppið.“

Enginn þingmaður sinnir aðhaldsskyldu sinni eins vel og Björn Leví. Andúðin sem hann verður fyrir er merki um að hann er á réttri leið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: