Eflaust er ekki andskotalaust að vera ráðherra. Minnug þess sem Davíð Oddsson sagði, sá maður sem hefur lengri reynslu af því en aðrir núlifandi menn, að sumir sem verði ráðherrar verði fljótt húsvanir. Í Reykjavíkurbréfi morgundagsins skrifar enn um þetta sama, eða næstum því.
„Það er hörmuleg staðreynd að margir æðstu embættismenn utanríkisráðuneytisins eru löngu gengnir í ESB. Þegar ráðherrar berast fyrir vindi upp í það ráðuneyti, sem ekki hafa höndlað þá réttu trú og fara ekki eins vel í taumi og hinir, þá bíða embættismenn þá af sér en þoka málum þó eins langt í átt að fyrirheitna landinu og þeir þora,“ skrifar utanríkisráðherrann fyrrverandi. Og hér er eflaust skrifað frá eigin reynsluheimi.
„Komið er kurteislega fram við ráðherrann sem ekki hefur höndlað sannleikann og jafnvel gefið í skyn að eitthvert mark sé á honum tekið,“ skrifar Davíð og heldur áfram: 2Frægasta dæmið er bréfið um að umsókn um aðild að ESB væri afturkölluð. Það var auðvitað flókið verkefni fyrir þessa embættismenn. Því í bréfinu þurfti einungis að standa „að aðildarumsókn að ESB væri afturkölluð“. En embættismennirnir gjörðu með eindæmum djarfa tilraun til að fífla ráðherrann sem í hlut átti og reyndar alla ríkisstjórnina. Og það tókst! Nú segja hinir sömu aðspurðir að umsóknin hafi ekki verið afturkölluð. Ekki hafi verið hætt við hana, heldur „hafi verið gert varanlegt hlé á henni“. Þetta orðalag er ekki til. Fjórtán ára sætavísari í Austurbæjarbíói vissi hvað hlé þýddi og merking þess hefur ekki breyst í 56 ár. Í Kóreu gerðu menn vopnahlé fyrir 65 árum. Það hlé hefur verið nokkuð varanlegt. En þó telja menn óhjákvæmilegt að binda enda á það ástand.“
Og svo kemur Davíð við í stjórnarsrkánni: „Það er raunar merkilegt að heyra reglubundið að óhjákvæmilegt sé eftir „hrunið!“ að breyta stjórnarskránni. En það er þó sýnu merkilegra að þeir þingmenn, sem þannig tala, gera jafnan minna með það en allir aðrir hvort gildandi stjórnarskrá sé vanvirt eða ekki.“