„…og þeim sem „létu heyra í sér,“ í tengslum við deilur Icelandair og Flugfreyjufélagsins.“ Þetta segir í frétt á dv.is. Þar er fjallað um endurráðningar flugfreyja. Þar er einnig sagt að ekki verði farið eftir starfsaldri við endurráðningar.
Á dv.is, segir um þetta mál:
„Það vakti því upp talsverða furðu og reiði þegar fréttir tóku að berast af því í dag að flugfreyjur, mun neðar á lista en nr. 200, fóru að fá símtöl og tölvupósta um endurráðningar. Samkvæmt heimildum DV hafa flugfreyjur og þjónar verið, hvert af öðru, að fá símtöl og tölvupósta í gær og í dag með afturköllun á uppsögn. Ljóst er að Icelandair hefur ekki fyllt allar stöður flugfreyja enn og því óljóst hver loka niðurstaðan verður, en samkvæmt heimildum DV hefur Icelandair þegar boðið þó nokkrum flugfreyjum neðar en 200 áframhaldandi starf. Ein þeirra sem boðið var starf var neðar en 240. sæti.“