Fréttir

Icelandair leitar enn að forstjóra

By Miðjan

October 29, 2018

Tveimur mánuðum eftir að Björgólfur Jóhannsson hætti sem forstjóri hefur nýr forstjóri ekki verið ráðinn. Bogi Nils Bogason, sem var fjármálastjóri félagsins, gegnir stöðu forstjóra meðan leitað er að nýjum.

Túristi fjallar um málið og segir meðal annars:

„Sem fyrr segir eru nú tveir mánuðir frá því að Björgólfur lét af starfi sínu og það er ekki óalgengt að það taki tíma að finna nýja forstjóra í fluggeiranum. Núverandi forstjóri SAS tók til að mynda við rúmu hálfu ári eftir að forveri hans hætti. Og um áramótin fær starfsfólk Finnair nýjan forstjóra en þá verða liðnir sjö mánuðir frá því að sá sem gengdi starfinu á undan tilkynnti um afsögn sína.“