- Advertisement -

Icelandair er komið í öndunarvélina

„Hví í ósköpunum eru viðskipti í Icelandair ekki stöðvuð í Kauphöllinni á meðan þessi óvissa er uppi og unnið er að hlutafjárútboði félagsins?“

Þannig skrifaði Vilhjálmur Birgisson á Akranesi.

„Er það eðlilegt að viðskipti í félaginu séu í gangi á meðan unnið er að hlutafjárútboðinu og hvað ætla menn að gera ef hlutafjárútboðið rennur út í sandinn? Þessu til viðbótar er fjöldi manns sem býr yfir afar miklum innherjaupplýsingum og því tel ég það eðlilegt að viðskipti í félaginu verði stöðvuð í Kauphöllinni,“ skrifar hann. „En allavega blasir við að Icelandair er svo sannarlega komið í öndunarvélina og bara spurning hvort það sé á leiðinni í líknandi meðferð.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: