Eignavaktin

Íbúðarverð: Nærri nítján prósenta hækkun á einu ári

By Miðjan

March 16, 2017

Verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 18,6 prósent á einu ári, um tæp tíu prósent síðasta hálfa árið og um tæp sex prósent á þremur mánuðum.

„Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir 9 flokka íbúðarhúsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði,“ segir á vef Þjóðskrár.

Þjóðskrá birtir vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir mars 2017 18. apríl næstkomandi.