„…nema maður ætli að stoppa og dvelja daglangt.“
Lesandi skrifar:
„Konan spurði mig hvers vegna einhver rukkun frá þjóðgarðinum á Þingvöllum væri í einkabankanum. Ég skildi að sjálfsögðu ekkert í því, ekki fyrr en ég sá þessa frétt á ruv.is í kvöld.
Fyrir tveimur vikum fengum við okkur bíltúr og renndum m.a. niður á bílastæðið við Hakið en nenntum ekki að stoppa því það var kalt og næðingur úti og renndum því strax aftur út á þjóðveginn og áfram austur úr. Það virðist duga til að vera myndaður við bílastæðið og síðan rukkaður um 850 krónur.
Betra að sleppa því að skoða þjóðgarðinn nema maður ætli að stoppa og dvelja daglangt.“