Fréttir

Í vanda með að ná saman endum

By Miðjan

December 05, 2015

Alþingi Kristján Möller alþingismaður sagði nýgerða kjarasamninga hafa gert það að verkum að mörg sveitarfélög eru í vandræðum með að ná saman endum. „Sveitarfélögin fá bara tekjur af einstaklingum, af útsvari, en ríkissjóður fær meðal annars tekjur af miklu innstreymi fjármagns í gegnum ferðamenn og aðra þannig að það er vitlaust gefið. Ég trúi ekki öðru en að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hlusti á ályktanir frá sveitarfélögum sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn taka þátt í að senda til ríkisvaldsins varðandi viðræður um þetta. Hvernig stendur það mál? Eða er það eins og svo margt annað að það gerist bara ekkert? Það liggur einhvers staðar þarna og gerist ekki neitt.“