Fréttir

„Í tísku að flytja hingað fólk frá Gasa“

By Miðjan

March 20, 2024

„Í tísku að flytja hingað fólk frá Gasa“

Fjölmiðlar „Stærstu flokk­ar lands­ins hafa aldrei rætt þessi mál við flokks­menn og stuðnings­menn. Af hverju ekki? Landið var fá­mennt og það sem við get­um tekið á móti með góðu breyt­ir engu um stöðuna,“ segir í leiðara Moggans í dag.

„Afr­íka stend­ur í ljós­um log­um. Haítí stend­ur á brún hel­vít­is. En það er í tísku að flytja hingað fólk frá Gasa, þar sem stig­inn var stríðsdans þegar kon­ur og börn voru líf­lát­in með hræðileg­asta hætti hand­an landa­mær­anna. Lagt er að jöfnu hverj­ir hófu stríð þar og hverj­ir neydd­ust til að bregðast við árás­un­um. Af hverju hef­ur eng­inn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna rætt þess­ar ógöng­ur við fólkið sitt?“