„Í tísku að flytja hingað fólk frá Gasa“
Fjölmiðlar „Stærstu flokkar landsins hafa aldrei rætt þessi mál við flokksmenn og stuðningsmenn. Af hverju ekki? Landið var fámennt og það sem við getum tekið á móti með góðu breytir engu um stöðuna,“ segir í leiðara Moggans í dag.
„Afríka stendur í ljósum logum. Haítí stendur á brún helvítis. En það er í tísku að flytja hingað fólk frá Gasa, þar sem stiginn var stríðsdans þegar konur og börn voru líflátin með hræðilegasta hætti handan landamæranna. Lagt er að jöfnu hverjir hófu stríð þar og hverjir neyddust til að bregðast við árásunum. Af hverju hefur enginn ríkisstjórnarflokkanna rætt þessar ógöngur við fólkið sitt?“