Atli Þór Fanndal skrifaði:
Seltirningar eru líklega heimsmet í vondum nágrönnum. Nú nöldra þau yfir því að Reykjavík þjónusti þau ekki nægilega vel. Þetta afland getur vart rekið sig vegna dekurs við auðmenn en nú eru þau að pæla í að setja upp eitthvað… Heimsmet í vondum grönnum. Þegar þetta sveitarfélag rennur inn í borgina vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að keyra það í þrot þá ætti það að vera fyrsta verk að taka golfvöllinn undir útivistarsvæði fyrir almenning. Sveitarfélag sem notar 1/8 af landrými sínu í golfvöll en byggir ekkert félagslegt húsnæði og nærist á þjónustu nágrannasveitarfélagsins er ekkert annað en auðugt fólk að búa sér til medaforískt ‘gated community’. Þetta er stéttarbarátta auðsins.