Greinar

Í þjóðfélagi þar sem…

By Ritstjórn

October 22, 2019

Haraldur Bjarnason blaðamaður skrifaði aldeilis fína grein á Facebook. Greinin á erindi svo hún er birt hér:

„Í þjóðfélagi þar sem skorið er niður í heilbrigðiskerfi og aðalsjúkrahúsið þarf að spara tvo milljarða, í þjóðfélagi þar sem viðhald samgöngumannvirkja og nýlagning vega verður ekki nema með veggjöldum þrátt fyrir skattlagningu á eldsneyti, í þjóðfélagi þar sem öryrkjar geta ekki lifað af lífeyri sínum og aldraðir eru skattlagðir allt að 80% fyrir að reyna að drýgja ellilaunin, í þjóðfélagi þar sem má ekki rukka sannvirði fyrir verðmætar veiðiheimildir, í þjóðfélagi þar sem má ekki nefna hátekjuskatt, í þjóðfélagi þar sem aðeins er borgaður 22% skattur af fjármagnstekjum, í þjóðfélagi sem er á svörtum lista vegna peningaþvættis og skattsvika, m.a. ráðherra, þingmanna, ættingja þeirra og vina.

Þar, í þessu þjóðfélagi, dettur fjármálaráðherranum (þeim sama og var í Panamaskjölunum) það helst í hug að stofna sjóð með tekjum af orkuauðlindum en ekki öðrum auðlindum, sem verður í vörslu vina- og vandamannasamfélags hans, sem hefur reynst þessu þjóðfélagi svo vel í hagsmunagæslu fjármuna…..eða hitt þó heldur.“