Alþingi
„Þess vegna stöndum við, herra forseti, frammi fyrir grafalvarlegum hlut og ef ekki stærsta máli þingvetrarins og kjörtímabilsins þá a.m.k. einu af því stærsta. Ég geri mér alveg grein fyrir því eins og hefur verið marghamrað hér á, ekki síst af hæstvirtum forsætisráðherra, að þessi ríkisstjórn hefur formlega verið kosin til fjögurra ára og ég virði það. Við því er ekkert að gera ef þau vilja skakklappast þetta áfram. Hins vegar getur bara vel verið að þegar við stöndum andspænis svona grundvallarhlutum eins og hér er um að ræða þá geti það verið hollt öllum að sýna örlitla auðmýkt, ekki síst þegar á að afhenda auðlindir á lokametrum ríkisstjórnar sem er rúin trausti, sem mælist við alkul í stuðningi meðal þjóðarinnar. Þannig að í öllum skilningi er þetta algjört risamál,“ sagði Logi Einarsson í umræðu um hið makalausa mál um leyfa til fiskeldis í sjó.
Miðjan
Ritstjóri Miðjunnar.