Þorvaldur Gylfason sparar sig hvergi:
„Aðstandendur þessa spillta brölts sem þau kenna við Betra Ísland virðast ónæmir fyrir fyrirlitningunni sem þau kalla yfir sig með því að vanvirða þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012. Þau sitja í svo klístruðu faðmlagi við hagsmunahópana að þau geta ekki losað sig. Kannski langar þau ekki að losna. Það munu renna á þau tvær grímur þegar fólkið segir hingað og ekki lengra og rís upp gegn þeim öðru sinni. Það mun gerast. Þau virðast ekki skilja að forherðing þeirra knýr á um frekari afhjúpanir ýmislegs misferlis sem þau hefðu kannski sloppið undan ella. Þau leika sér að eldi eins og óvitar.“