- Advertisement -

Í hvers konar einræðisríki búum við?

Ráðherrann er sjálf Lilja Alfreðsdóttir, sem segir að allt sé svo vel unnið og faglegt hjá sér.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Hvers konar einræðisríki er þetta orðið sem við búum í! Kona telur framhjá sér gengið við ráðningu í toppdjobb í ráðuneyti. Kærunefnd jafnréttismála telur að brotið hafi verið á henni. En ráðherrann sem vildi ráða kallinn gefur skít í konuna og kærunefndina og ætlar að draga konuna fyrir dómstóla fyrir að voga sér að vísa málinu til kærunefndar. Stalín hvað, Ceausescus fyrrum forseti Rúmeníu hvað, Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu hvað! Þetta er eins gerræðislegt og hægt er að hugsa sér! Má kona sem telur framhjá sér gengið ekki kæra nema að fá allt stjórnkerfið upp á móti sér, framkvæmdavaldið, dómsvaldið og löggjafarvaldið. Ráðherrann er sjálf Lilja Alfreðsdóttir, sem segir að allt sé svo vel unnið og faglegt hjá sér, og málar sig í fögrum og fullkomnum litum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Lögmaður konunnar er furðu lostinn og óttast að fólk muni ekki þora að kæra ráðningar í framtíðinni, jafnvel þó það telji sig hæfara. „Maður veltir því fyrir sér að sjálfsögðu, hvort þetta geri það. Auðvitað hlýtur þetta að draga úr fólki sem er mögulega að íhuga að kæra eitthvað mál þangað, því það gæti átt von á því að það verði höfðað persónulegt mál gegn því,“ segir Áslaug Árnadóttir lögmaður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: