Atli Þór Fanndal skrifaði:
Alþingi
Þetta er alveg æðislegt! „Birgir segir að á mörgum þjóðþingum landa í Evrópu, sem við lítum gjarnan til, séu óskráðar reglur um klæðaburð. Hér heima séu örugglega mismunandi venjur og hefðir í þessum efnum eftir þingflokkum. Þannig sé alltaf gert ráð fyrir að karlmenn klæðist jakka og hálstaui í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.“
Já, nákvæmlega Birgir þetta er svo mismunandi! Sumstaðar er til dæmis hefð fyrir því að formönnum flokka sé skipt út áður en þeir ná óvinsældum sem eiga sér engan líkan en í öðrum eru menn með bindi og í jakka.
Í sumum flokkum þykir mjög lummó að fela peningana sína í skattaskjóli en í öðrum eru gallabuxur mjög lummó.
Í mörgum þjóðþingum Evrópu er hefð fyrir því að verja sjálfstæði dómstóla. Speisað mar!
í sumum flokkum ruglast menn á leynibankareikningum en í öðrum eru menn stundum í litríkum sokkur. Svona flipp gefur lífinu nú bara lit er þaggi Birgir?
Í sumum flokkum standa menn með tjáninga- og atvinnufrelsinu en í öðrum ofsækja þeir þá sem andmæla þeim og lýsa stoltir yfir við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að frekar verði ritrýndu riti lokað en að láta mann utan flokksins ritstýra því.
Svona er nú flóran margreytileg. Alveg magnað…