- Advertisement -

„Í fjöldagjaldþrot af ástæðulausu“

…að eyðileggja þennan vaxtarsprota velmegunar í landinu.

Jón Magnússon skrifaði:

Við hjónin höfum ferðast töluvert innanlands í sumar og notið þjónustu eins og hún gerist best í heiminum. Það er ekki annað hægt en að dást að framförunum og fagmannlegum vinnubrögðum og viðgjörningi. Þetta hefur verið stórt stökk framávið á stuttum tíma og ástæða til að hrósa þeim sem að þessu hafa komið og vera stolt yfir því að við skulum hafa byggt upp þjónustu sem stendur hvað fremst í veröldinni.

Það er því með öllu óskiljanlegt og ófyrirgefanlegt, að ríkisstjórnin skuli hafa ákveðið að stefna fyrirtækjum í ferðaiðnaði í fjöldagjaldþrot gjörsamlega af ástæðulausu og gera með því sitt til að eyðileggja þennan vaxtarsprota velmegunar í landinu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: