- Advertisement -

Hvurslags fíflagangur er þetta?

Aðgerðir ráðamanna, þ.e. sægreifa, leiða til þess að drepa sjálfstæða smáútgerð í landinu.

Jón Kristjánsson fiskifræðingur skrifar:

Hvers lags risabull og vanþekking er í gildi hjá sjávarútvegsráðherra vorum? Hann var að auka leyfilegan afla handfærabáta á strandveiðum um 720 tonn? Út úr hvaða lofti var þessi tala gripin? Tveir togarafarmar!

Jú, hann hafði legið undir feldi og „fundið“ óráðstafaðar aflaheimildir innan 5,3% kerfisins á þessu fiskveiðiári til að koma til móts við aukna ásókn í strandveiðar á þessu fiskveiðiári.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þá er ófyrirgefanlegt og refsivert að mínu mati…

Hvurslags fíflagangur er þetta? Trúir ráðherrann því virkilega að Hafró viti hver stofnstærðin er upp á tonn og viti einnig hve mikið má veiða? Ekki hafa þeir sýnt það í gegn um árin hvernig eigi að fá sem mestan afla úr þorskstofninum og reyndar öðrum stofnum líka. Þeir hafa endalaust klúðrað nýtingu fiskstofna og svo eftir á kallað það ýmist ofmat eða vanmat.

Svo er sægreifum leyft að „geyma“ sínar aflaheimildir, en allir vita að óveiddur fiskur þarf að éta og er því álag á stofninn því ekki lifa allir á sama fóðrinu.

Á þessu eru Færeyingar nú að brenna sig, án þess að „fræðingarnir“ viðurkenni að, fiskur er að drepast þar úr hungri vegna vanveiði og er að verða óætur, óseljanlegur og verðlaus.

Þá er ófyrirgefanlegt og refsivert að mínu mati, að ráðherra sjávarútvegs átti sig ekki á mikilvægi strandveiða fyrir byggðir landsins, og skilji ekki eða hafi ekki leyfi til að skilja að tíu þúsund „auka tonn“ skipti öllu máli fyrir sjómenn og sjávarþorp, en engu máli, nema síður sé, fyrir þorskstofninn og alls engu máli fyrir stjórnendur landsins, sægreifanna.

En aðgerðir skulu skv. skipun ráðamanna, lesist sægreifa, leiða til þess að drepa sjálfstæða smáútgerð í landinu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: